Fara í efni

Volkswagen er vinsælasta sendibílamerkið 2025

Volkswagen atvinnubílar stóðu sig einstaklega vel árið 2025 og eru nú staðfestir sem vinsælustu atvinnubílar ársins. Hekla seldi 277 bíla og var með 18.6% markaðshlutdeild í flokki sendibíla.

Volkswagen Caddy var vinsælastur en Crafter fylgir fast á hæla hans.

Við hjá Heklu bílaumboði erum virkilega stolt af þessum árangri.