Fara í efni

Volkswagen Golf bíll ársins 2013

Hakan Matsson tilkynnir VW Golf bíl ársins 2013
Hakan Matsson tilkynnir VW Golf bíl ársins 2013
Það var kynnt við formlega opnun bílasýningarinnar í Genf á mánudaginn að sjöunda kynslóð Volkswagen Golf bar sigur úr býtum við val á “bíl ársins 2013”.Það var kynnt við formlega opnun bílasýningarinnar í Genf á mánudaginn að sjöunda kynslóð Volkswagen Golf bar sigur úr býtum við val á “bíl ársins 2013”.

Það var kynnt við formlega opnun bílasýningarinnar í Genf á mánudaginn að sjöunda kynslóð Volkswagen Golf bar sigur úr býtum við val á “bíl ársins 2013”.

Golf VII bar höfuð og herðar yfir keppinauta sína og sigraði með fáheyrðum yfirburðum.

Úrslit í vali á bíl ársins í evrópu (efstu sæti):

Sæti Tegund Stig
1 Golf 414
2 Toyota GT86/Subaru BR-Z 202
3 Volvo V40 189
4 Ford B-Max 148
5 Mercedes A-Class 138

 

Þetta er í annað sinn sem Golf hlýtur þennan eftirsótta titil, en það var árið 1992 sem þriðja kynslóð Golf hampaði tiltlinum. Að auki má nefna að allar kynslóðir Golf hafa verið í einu af þremur efstu sætunum í vali á bíl ársins síðustu 38 árin, og fyrsta kynslóðin lenti á sínum tíma í öðru sæti.

Það var Hakan Matson, formaður dómnefndar og bílablaðamaður við Dagens Industri í Svíþjóð sem afhenti þeim Dr. Ulrich Hackenberg yfirmanni þróunardeildar Volkswagen AG og Walter de Silva aðalhönnuði viðurkenninguna í Genf.

Helstu atriðin sem höfð eru í huga við valið á þessari alþjóðlegu viðurkenningu eru nýjungar, verðgildi, öryggi, gæði og hönnun ásamt umhverfisáhrifum.

Hakan Matson sagði við afhendingu viðurkenningarinnar  “að Volkswagen Golf hefði náð framúrskarandi útkomu í reynsluakstri. Golf er nútímalegur bíll með mikil gæði, öryggi og framúrskarandi aksturseiginleikum”.

Það voru 58 bílablaðamenn frá 22 Evrópulöndum sem völdu þá 8 bíla sem komu til úrslita úr 32 nýjum bílum sem komu á markað á liðnu ári.