Fara í efni

Volkswagen ID. Buzz Cargo hlýtur verðlaun sem „alþjóðlegur sendibíll ársins 2023“

Jarlath Sweeney afhendir Carsten Intra, forstjóra VWCW, IVOTY-verðlaunin.
Jarlath Sweeney afhendir Carsten Intra, forstjóra VWCW, IVOTY-verðlaunin.

ID Buzz Cargo* fékk þessi eftirsóttu alþjóðlegu verðlaun þótt hann væri ekki enn kominn á markað. Hann var þróaður eingöngu fyrir rafhlöðuknúna flutninga og verður afhentur viðskiptavinum algjörlega kolefnisjafnaður. Carsten Intra: „Þetta er okkur mikill heiður og við erum stolt að fá þessi verðlaun fyrir ID. Buzz Cargo. Við viljum þakka öllum í IVOTY-dómnefndinni sem og öllum hjá Volkswagen-atvinnubílum sem áttu þátt í að gera ID. Buzz Cargo að besta sendibílnum í sínum flokki.“
Jarlath Sweeney, stjórnarformaður IVOTY, afhenti verðlaunin fyrir hönd 34 alþjóðlegra atvinnubifreiðablaðamanna sem skipa dómnefnd IVOTY: „Það er ekki oft sem algjörlega ný hugsun á bak við sendibíla kemur fram og vekur svona mikla athygli markaðarins. Við óskum þróunarteymi Volkswagen-atvinnubíla til hamingju með að hafa skapað þetta einstaka ökutæki.“

*ID Buzz Cargo (150 kW/204 hp) orkunotkun samanlögð í kWh/100 km: 22,2-20,4; samanlögð kolefnislosun í g/km: 0