Fara í efni

Volkswagen ID.4 útnefndur Heimsbíll ársins 2021

  • Fyrsti sportjeppinn sem byggður er á MEB-rafdrifkerfinu fær flest atkvæði frá 93 alþjóðlegum dómurum.
  • 41 er sannfærandi með nýjungum sínum og engum beinum útblæstri
  • Volkswagen efstur á palli í verðlaununum Heimsbíllinn í fimmta skipti

Wolfsburg / New York - Heimsbíllinn 2021 er Volkswagen: Hinn fullrafdrifni ID.4 sigraðist á harðri samkeppni í hinum alþjóðlegu verðlaunum Heimsbíllinn. Fleiri en 90 alþjóðlegir bílablaðamenn frá 24 löndum kynna Heimsbílinn og greiða atkvæði um bestu nýjungarnar á heimsmarkaðnum.

„Það veitir okkur mikla ánægju að ID.4 sé valinn Heimsbíll ársins”, segir Ralf Brandstätter, framkvæmdastjóri Volkswagen farþegabíla. „Ekki aðeins vegna þess að þetta eru mikilvægustu bílaverðlaun í heiminum heldur af því dómnefndin heiðraði frábæra hugmynd og frábært teymi. Fyrsti ID. Tegund fyrir lykilmarkaði í Evrópu, Kína og Bandaríkjunum ber uppi stórsókn okkar í rafakstri um heiminn. Sannfærandi bíll, frábær hugmynd og verðlaunin Heimsbíll ársins! Það finnst okkur fara vel saman.“

Bílar sem eru gjaldgengir fyrir verðlaunin Heimsbíll ársins verða að vera framleiddir í a.m.k. 10.000 eintökum á ári og til sölu í minnst tveimur heimsálfum.

„Verðlaunin Heimsbíll ársins tákna frábæran árangur fyrir allt okkar ID. teymi,“ segir Thomas Ulbrich, stjórnarmaður í þróunardeild Volkswagen. „Okkur hefur tekist að hanna bíl sem byrjar kerfisbreytinguna yfir í rafakstur í mikilvægasta flokki sportjeppa og býður upp á frábæra notkunarmöguleika. ID.32 og komandi ID. gerðir gera rafakstur aðgengilegan fyrir alla.“

Dómnefndin lofaði þann eiginleika ID.4. að hann veldur engum beinum útblæstri. AR-skjár í höfuðhæð er valbúnaður. Hann getur varpað mikilvægum upplýsingum á framrúðuna, til dæmis beygjuörvum úr leiðsagnarkerfinu. Ökumaðurinn sér þessar upplýsingar í þrívíddarmynd í þriggja til tíu metra fjarlægð fyrir framan bílinn. Þetta þýðir að skjárinn er fullkomlega aðlagaður að umhverfinu fyrir utan bílinn. Þegar ACC-kerfi (hraðastillir) eða Akstursaðstoðin (valbúnaður) eru virk þá er bíllinn fyrir framan ID.4 upplýstur með ljósamerkingum í gegnum skjáinn í höfuðhæð frá tilteknum hraða til að viðhalda æskilegri fjarlægð.

ID.4 setur viðmiðin í stafrænni tækni. Bílinn er hægt að uppfæra reglulega og innleiða í hann nýja virkni. Volkswagen er fyrsti framleiðandinn til að að bjóða upp á þetta frá og með næsta sumri. Bíllinn er ávallt uppfærður. Þetta er afar mikilvægur eiginleiki til að greiða fyrir nýjum viðskiptum.

Þegar verðlaunin Heimsbíll ársins voru veitt í 17. skipti þá hélt ID.4 fram sigurgöngu Volkswagen í þessari keppni. Það eru ekki bara bílablöðin sem taka honum opnum örmum heldur líka bílakaupendur. Volkswagen stefnir að því að afhenda um 150.000 ID.4 bíla á heimsvísu á þessu ári. Stórsókn til rafaksturs er grunnþátturí stefnu Volkswagen. Fyrirtækið stefnir að því að koma með a.m.k. einn alrafdrifinn bíl á markaðinn á hverju ári.

Vegna heimsfaraldurs COVID-19 var afhending verðlauna fyrir Heimsbílinn rafræn þetta árið. Þú getur séð hana á YouTube.com/worldcartv

Allir handhafar frá Volkswagen að verðlaununum Heimsbíllinn:

  • 2009: Golf (Heimsbíll ársins)
  • 2010: Polo (Heimsbíll ársins)
  • 2011: up! (Heimsbíll ársins)
  • 2013: Golf (Heimsbíll ársins)
  • 2021: ID.4 (Heimsbíll ársins)

1) ID.4 – orkunotkun (NEDC) í kWst/100 km: Í blönduðum akstri 16,9-15,5; CO2 útblástur g/km: 0; skilvirknieinkunn: A+
2) ID.3 – orkunotkun (NEDC) í kWst/100 km: Í blönduðum akstri 15,4-13,1; CO2 útblástur g/km: 0; skilvirknieinkunn: A+

Farþegarbílar frá Volkswagen – The Volkswagen Passenger Cars – er vörumerki sem er til staðar á fleiri en 150 mörkuðum um heiminn og framleiðir bíla á fleiri en 30 stöðum í 13 löndum. Volkswagen afhenti um 5,3 milljónir bíla árið 2020. Meðal þeirra voru metsölubílar á borð við Golf, Tiguan, Jetta og Passat, sem og hinir fullrafdrifnu og velheppnuðu ID.3 og ID.4. Um 184.000 manns vinna nú hjá Volkswagen á heimsvísu. Þessu til viðbótar koma fleiri en 10.000 sölufyrirtæki og þjónustuaðilar með 86.000 starfsmenn. Með ACCELERATE stefnu sinni er Volkswagen sífellt að þróast yfir í hugbúnaðartengdan ökutækjaframleiðanda..