Fara í efni
Til baka í yfirlit

Akstur í miklu votviðri

Um raf- og tengiltvinnbíla (BEV og PHEV) frá Heklu:

 • Audi A3 e-tron, Q5 e-tron, Q7 e-tron, e-tron 50 og e-tron 55
 • Volkswagen ID.3, ID.4, ID.5, e-Up, e-Golf
 • Skoda Superb iV, Enyaq
 • Mitsubishi Outlander, Eclipse

Ábyrgð:

Það er engin ábyrgð á skemmdum af utanaðkomandi völdum á rafhlöðum og rafknúnum vélbúnaði rafbíla. Frágangur á rafhlöðum og rafmótorum í bílum Volkswagen Group og Mitsubishi er með þeim hætti að akstur í venjulegum vatnsaga á venjulegum vegum skapar ekki neina hættu hafi búnaðurinn ekki orðið fyrir skemmdum.

Vaðdýpt

Almennt er gert ráð fyrir því að í lagi sé að aka hægt í vatni sem snertir botn bílsins. Sé farið dýpra liggja áhyggjur jafnvel fremur að þéttleika innanrýmisins, það er að vatn fari mögulega að leka inn í bílinn um niðurföll í hurðum og ef það gerist gæti viðkvæmari lágspennu rafbúnaður sem er inni í bílnum mögulega skemmast. Slíkt á við um alla bíla hvort heldur þeir eru með raf- eða brunavél.

Í notendahandbókum bílanna er fjallað um akstur við sérstakar aðstæður þar koma eftirfarandi atriði fram um akstur á flæddum vegum sem hafa skyldi í huga.

Ef þú kemst ekki hjá því að aka á vegi sem hefur flætt inn á, þá ættir þú að fylgja eftirfarandi ráðum:

 • Gættu að yfirborði vegarins undir vatnsborðinu, dýpt vatnsins og straumþunga þess. Vatnið má ekki ná hærra upp á bílinn en upp í botn hans og er þá gert ráð fyrir breytingum af völdum alda og straumþunga
 • Akið varlega og ekki hraðar en á gönguhraða þannig að öldumyndun af völdum akstursins lyfti vatni ekki hærra en upp undir botn bílsins. Gera þarf ráð fyrir öldumyndun af völdum annarra bíla
 • Stoppið ekki í vatninu
 • Ekki aka aftur á bak
 • Ekki slökkva á bílnum
 • Eftir akstur í vatni þarf að þurrka hemlana með því að stíga á þá nokkrum sinnum til að hemlaviðnám sé að fullu endurheimt.

  Sömu og svipaðar leiðbeiningar er að finna í öllum notendahandbókum bíla frá Heklu. Undantekningar eru frá þessu vegna sumra bíla með brunavélum og er þeirra þá getið í viðkomandi bókum.