Fara í efni
Til baka í yfirlit

Skoda og Simply Clever

Fyrir ŠKODA er Simply Clever hugtak sem nær miklu lengra en slagorðið í vörumerkinu. Verkfræðingar hjá ŠKODA vinna að snjöllum lausnum allt frá upphafsþróun bílsins. Allir ŠKODA bílar búa yfir úrvali snjallra eiginleika þar sem innblástur hefur verið sóttur í lífið sjálft. Hvert sem litið er: tenging snjallsíma við upplýsingakerfið, netavasar, höldur, geymsluhólf og snjósköfur – ŠKODA er fjölvirkari og hagnýtari en nokkru sinni fyrr.

Milljónir ánægðra viðskiptavina eru til vitnis um einn af stærstu kostum ŠKODA: farangurshólfið og hið góða rými þar, hagkvæmni og nýtingu. Staður þar sem þú getur fundið hillur, bakka og vasa hvenær sem þú þarft á þeim að halda. Draumórar? Nei,

Í nútímanum erum við stöðugt að berjast gegn ofgnótt af daglegum áskorunum. Lausnin gæti verið Simply Cleve eiginleikar í bílnum okkar. Þær gætu virst léttvægar, þú þarft ekki lengur að skafa ísinn af gluggunum með kreditkorti, grafa eftir klinki í öllum þessum krókum, teygja þig í plastflösku sem hefur runnið undir sæti, eða hafa áhyggjur af sýnileika miða og fá stöðumælasekt.

Nánar um Simply Clever á vefsíðu Skoda