Fara í efni
Til baka í yfirlit

Tengja appið við Audi e-tron 50 og 55

Leiðbeiningar til að tengjast Audi appinu MyAudi

Farðu inn á www.my.audi.com

Veldu „Register“.

Beðið er um nafn, netfang og nýtt lykilorð.
- Lykilorðið þarf að vera að minnsta kosti 8 stafir að lengd, að minnsta kosti 1 tölustafur og bæði há- og lágstafir.

Að því loknu sendir Audi tölvupóst á netfangið sem slegið var inn.

Til að virkja aðganginn þarf að ýta á svarta kassann í tölvupóstinum „Complete registration in the browser”.

Næstu skref:
 1. Veldu „To login“ eða farðu aftur inn á www.my.audi.com
 2. Skráðu þig inn með netfangi og lykilorðinu sem var stofnað
 3. Veldu „Add vehicle“
 4. Skráðu inn verksmiðjunúmer bílsins og veldu því næst „Add vehicle“
  Verksmiðjunúmer bílsins er á framrúðu bílsins, bílstjóramegin að utan
 5. Næst þarftu að staðfesta skráninguna. Veldu „Verify“
 6. Fylltu út ítarlegri upplýsingar um eiganda bílsins og veldu „Confirm“
 7. Veldu fjögurra stafa leyninúmer (PIN) og veldu „Save PIN“
 8. Næsta valmynd biður um tölvupóstfang, skráðu það inn. Hakaðu við í reitinn „Accept the General Terms & Conditions“
  Því miður er ekki hægt að nota fríar tölvupóstþjónustur líkt og t.d. Gmail og Hotmail
 9. Smelltu á „Verify“
 10. Nú hefur verið sendur 6 stafa „MyTan“ kóði á netfangið þitt
 11. Stimplaðu kóðann inn og veldu „Verify“
Næstu skref eiga sér stað inn í bílnum sjálfum:
 1. Áður en hafist er handa við að klára tenginguna við bílinn þarftu að ganga úr skugga um að slökkt sé á „Privacy Settings“:
 2. Veldu „Home“
 3. Veldu „Settings”
 4. Dragðu valmyndina til hliðar á blaðsíðu 2
 5. Veldu „Privacy Settings“
 6. Taktu hakið af „Activate Privacy” (Punkturinn á að vera vinstra megin)
 7. Smelltu á „Home“ takkann
 8. Veldu „User“
 9. Þar sérðu þrjá dálka, veldu þann neðsta: „User Management“
 10. Skrifaðu inn netfangið sem þú skráðir og svo 10 stafa kóðann sem er á plaststykkinu sem fylgdi bílnum (það þarf að skafa dökkgráa flötinn til að sjá töluna)
Nú á bíllinn að vera tengdur og þú getur skráð þig inn í MyAudi appið.