Fara í efni

Umhverfið og endurvinnsla

HEKLA er umboðsaðili fyrir Audi, Mitsubishi, Skoda og Volkswagen; vörumerki sem eru leiðandi í tækniframförum, hönnun og þróun fjölbreyttra aflgjafa. Úrvalið er óþrjótandi hvort sem um ræðir bíla sem knúnir eru áfram af bensíni, dísil, metan, rafmagni eða blöndu tveggja aflgjafa. Öll þessi vörumerki eru með skýra og metnaðarfulla sýn þegar kemur að hönnun og þróun vistvænna kosta sem og ferla í tengslum við endurvinnslu- og/eða förgun.

Þegar kemur að háspennu rafhlöðum í rafmagns og/eða tvíorkubílum þá tekur HEKLA að sér að koma háspennu rafhlöðum til förgunar fyrir Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi bíla sem keyptir hafa verið hjá HEKLU. Sérþjálfað starfsfólk í meðhöndlun rafhlaða tekur þær í sundur og kemur þeim áfram í endurvinnslu hjá Hringrás sem svo sendir rafhlöðurnar áfram til Umicor í Belgíu sem endurvinnur þær. Sérþjálfað starfsfólk HEKLU býr einnig yfir þekkingu að geta gert við rafhlöðurnar sé þess kostur. HEKLA er eina fyrirtækið sem má taka aðalrafhlöðu úr rafmagns- og/eða tvíorkubílum fyrirtækisins. Til að allar varúðarráðstafanir séu gerðar varðandi það að koma rafhlöðu í rétt endurvinnsluferli er nauðsynlegt að snúa sér til þjónustuaðila HEKLU ef upp kemur að rafhlaða hafi skemmst í tjóni. Hér má sjá lista yfir þjónustuaðila HEKLU.

Nánari upplýsingar um förgun ökutækja er að finna á heimasíði Úrvinnslusjóðs.

Hvað viltu gera næst?