Fara í efni

Fréttir

HEKLA á toppnum!

 • Hekla endaði árið á toppnum í fjölda seldra fólksbíla til einstaklinga og fyrirtækja með tæplega 20% markaðshlutdeild.
 • Þrátt fyrir samdrátt í heildarsölu bifreiða árið 2020 jókst sala á nýskráðum fólksbílum til einstaklinga um 10%. Í nýskráningum fólksbíla til bílaleiga dróst sala saman eða um 58%.
 • Rafbílar eru í fyrsta skipti vinsælasti orkugjafinn.
 • Ríflega 250% aukning er í skráningu hreinna rafbíla á milli ára.

Samtals seldi Hekla 26,4% allra vistvænna bifreiða ársins 2020 en til vistvænna bifreiða teljast hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og metanknúnir bílar. Samtals er Hekla með 19% allra seldra hreinna rafmagnsbíla ársins 2020 og 35% allra seldra tengiltvinnbíla ársins. Þá komu 90% af metanknúnu bílum ársins frá Heklu.

Hjá Heklu voru seldar 1963 bifreiðar á árinu. Tengiltvinnbíllinn Mitsubishi Outlander Phev var vinsælastur, rafmagnsbíllinn bíllinn Audi e-tron í öðru sæti og í því þriðja var Volkswagen Golf sem fæst í fjölmörgum aflgjöfum en vinsælastir eru þeir vistvænu. Hástökkvari ársins hjá Heklu er vafalaust rafmagnsbíllinn Volkswagen ID.3 sem var frumsýndur í september og náði fimmta sæti yfir flesta skráða Heklubíla ársins.

Rafmagnsbíllinn Audi e-tron sló heldur betur í gegn á árinu og sló met ársins á undan með 63% fleiri selda bíla á árinu 2020 en á árinu áður ásamt því að Audi tvöfaldaði markaðshlutdeild sína milli ára. 84% af nýskráðum Audi bílum hjá Heklu voru hreinir rafbílar. Mitsubishi seldi 18% fleiri bíla á nýliðnu ári en árið 2019 og er Mitsubishi Outlander Phev áfram vinsælasti tengiltvinnbíll ársins 2020 og hefur hann haldið því sæti allt frá árinu 2016. Alls voru 26,8% allra seldra tengiltvinnbíla á nýliðnu ári af þeirri gerð.

Hekla endaði árið sem næst stærsta bílaumboð landsins í fjölda nýskráningum eða með um 19% af öllum nýskráðum fólks- og sendibílum. Þá var desembermánuður einkar sterkur hjá umboðinu með 21% allra nýskráðra bifreiða skráða hjá Heklu og tæplega 25% allra nýskráðra fólksbíla til einstaklinga þann mánuðinn.

„Við hjá Heklu erum afar þakklát fyrir ánægjuleg samskipti á liðnu ári og það traust sem viðskiptavinir Heklu hafa sýnt okkur. Framundan er nýtt og spennandi ár fullt af áskorunum,“ segir Friðbert Friðbertsson forstjóri Heklu.

Ég er einkar stoltur af starfsfólki Heklu sem hefur staðið þetta fordæmalausa ár af sér með frábærum árangri á öllum sviðum. Árið hefur breytt starfsháttum til frambúðar og framundan er áframhaldandi vinna í að nálgast framtíðina enn frekar með nýjum og spennandi lausnum. Við eigum von á fjölmörgum nýjum og vistvænum bílum til landsins á árinu og mun meðal annars sala á rafbílunum Skoda Enyaq, Volkswagen ID.4 og Audi Q4 hefjast fljótlega. Síðasta haust voru tímamót í sögu Volkswagen samsteypunnar þegar fyrsti rafbíllinn hannaður frá grunni var afhentur hér á Laugaveginum nokkrum áratugum eftir Volkswagen Bjallan var afhent á sama stað og markaði svipuð tímamót.

Bílaumboðið heklaAudiLínuritMitsubishiNýskráningar fólks- og sendibílaNýskráningar fólks- og sendibíla

Fyrsti ID.3 leigubíllinn á Íslandi og líklega sá fyrsti í heimi!

Guðmundur Jóhann Gíslason leigubílstjóri hjá Hreyfli fékk afhendan nýjan og 100% rafmagnaðan Volkswagen ID.3 fyrir nokkrum vikum og varð þar með fyrsti leigubílstjórinn á Íslandi sem ekur um á þessari nýju tegund rafbíla. Ekki hafa borist sögur af ID.3 leigubílum út í heimi og því líklegt að hann hafi einnig verið sá fyrsti í heimi til að fá sinn afhendan.

Guðmundur hefur verið leigubílstjóri í 30 ár og ber Volkswagen vel söguna. „Þau hjá Heklu hafa aðstoðað mig með mikilli prýði í mörg ár en þetta er sjötti Heklubíllinn frá árinu 2011. Ég ákvað strax og sögur fóru að berast af ID.3 að ég myndi panta einn slíkan enda rafmagnsdrægnin orðin næg fyrir. Hingað til hefur nægt mér að hlaða bílinn bara heima hjá mér á nóttunni og hef ég í raun bara einu sinni verið að því kominn að klára rafmagnið en þá kom ég heim með um 20 kílómetra drægni eftir. Rekstrarkostnaðurinn á rafmagnsbílum er hverfandi og sparnaðurinn mikill en á venjulegum mánuði geri ég ráð fyrir að spara allt að 90.000 krónur í rekstrarkostnað. Svo er líka afar gott að þurfa ekki að hafa bílinn í lausagangi á meðan maður bíður á milli ferða. Umhverfið græðir“, segir Guðmundur og bætir við að plássið í bílnum komi viðskiptavinum einstaklega skemmtilega á óvart enda er hann mun plássmeiri að innan en ytra rýmið gefur til kynna.

Jóhann Ingi Magnússon vörumerkjastjóri Volkswagen á Íslandi segir nýjungarnar spennandi og gaman hafi verið hversu mikla athygli bíllinn hans Guðmundar vakti í höfuðstöðvum Volkswagen í Þýskalandi. „Þetta eru spennandi tímar og þróunin hröð. Í dag er rafdrifinn leigubíll orðinn raunhæfur kostur og gaman að sjá leigubílstjóra nýta sér vistvænar lausnir sem fer fjölgandi.“

Bílaleiga Akureyrar/Höldur fékk á dögunum 26 rafdrifna bílaleigubíla afhenta

Bílaleigan tekur með þessum kaupum vistvæn skref í átt að nýrri og umhverfisvænni framtíð í samstarfi við Heklu sem hefur undanfarin ár verið leiðandi í vistvænum bílum.

Um er að ræða tuttugu Volkswagen e-Golf bíla og sex rafdrifna Volkswagen ID.3 sem draga vel yfir 400 kílómetra. ID.3 hentar einkar vel í borgarsnattið sem og lengri ferðir nú þegar hleðslustöðvum á landsbyggðinni fjölgar. ID.3 er fyrsta kynslóð bíla frá Volkswagen sem byggðir eru á nýjum MEB grunni sem er framtíðargrunnur rafbíla. ID.3 hefur vakið eftirtekt hér á landi sem en hann þykir einkar skemmtilegur arftaki Volkswagen kyndilsins en fleiri bílar í Volkswagen ID. línunni verða kynntir fljótlega á Íslandi.

„Bílaleiga Akureyrar/Höldur er ein af elstu og stærstu bílaleigum landsins. Við höfum þjónustað Íslendinga í áraraðir og leggur metnað sinn í að vera í forystu hvað varðar umhverfissjónarmið og samfélagslega ábyrgð og kaup á þessum glæsilegu rafbílum er liður í því,“ segir Bergþór Karlsson hjá Bílaleigu Akureyrar/Höldi.

Mikla aukningu er að merkja í áhuga landsmanna á rafbílum og það er gaman að sjá bílaleigurnar taka þátt í orkuskiptunum. Framtíðin er rafmögnuð og við hjá Volkswagen stefnum að því að vera alrafmagnað bílaumboð innan nokkurra ára,“ segir Jóhann Ingi Magnússon hjá Volkswagen við þetta tækifæri.

Mynd: Margeir Kúld Eiríksson hjá Volkswagen og Bergþór Karlsson hjá Bílaleigu Akureyrar/Höldi við Volkswagen ID.3

Fullvaxinn 100% rafdrifinn fjölskyldubíll heimfrumsýndur

 • ID.4 ryður sér til rúms á rafbílamarkaðnum
 • Rafmótor með 150 kW (204 hestöfl) og allt að 520 km. drægni
 • Kraftmikil hönnun, ríkulegt innanrými, brautryðjandi stjórnbúnaður

Volkswagen kynnir með stolti ID.4 sem fagnaði í gær stafrænni frumsýningu á heimsvísu. Þetta er fyrsti alrafknúni sportjeppinn sem rúmar alla fjölskylduna frá Volkswagen. Hann er útblásturslaus og framleiddur með kolefnishlutlausu ferli. Með komu ID.4 bætist enn í flóru sportjeppa sem er stærsti markaðshluti heims.

„ID.4 er tilkomumikið, alhliða farartæki sem mun falla í kramið hjá mörgum viðskiptavinum fyrir frábæra aksturseiginleika, ríkulegt innanrými, nútímaleg aðstoðarkerfi og magnaða hönnun,“ segir Ralf Brandstätter, framkvæmdastjóri Volkswagen vörumerkisins. „ID.4 er framleiddur á MEB-grunninum sem var þróaður sérstaklega fyrir rafvæðingu í samgöngum á heimsvísu. Enn og aftur sýnir Volkswagen hversu leiðandi fyrirtækið er þegar kemur að nýsköpun, tækni og gæðum á bílamarkaði.“

Sportjeppar eru gríðarlega vinsælir og sífellt fleiri viðskiptavinir bætast í hópinn. Meiri veghæð veitir ökumönnum betri yfirsýn og það, ásamt auknu öryggi og þægindum, gerir sportjeppa að vinsælasta bílaflokknum í Bandaríkjunum og Kína. Í Evrópu og Þýskalandi hækkar markaðshlutdeildin einnig stöðugt í þessum flokki. Hann er rúmgóður, sveigjanlegur og býr yfir öllum þeim þægindum sem viðskiptavinir kunna að meta.

ID.4 er alhliða hæfileikabúnt sem hægt er að keyra á sportlegan en jafnframt einfaldan og þægilegan máta. Rafhlaðan rúmar allt að 77 kWst af orku (nettó) og drægnin er allt að 520 km (samkvæmt WLTP-staðlinum). Hún er staðsett fyrir neðan farþegarýmið sem tryggir lágan þyngdarpunkt ökutækisins. Rafmótorinn, sem er staðsettur á afturásnum, framleiðir 150 kW (204 hestöfl) sem er nóg til að fara úr 0 í 100 km / klst á 8,5 sekúndum og ná 160 km / klst hámarkshraða. Þökk sé sterku gripi afturhjóladrifsins og 21 sentímetra veghæð er ID.4 liðtækur í léttum torfærum.

Kraftmikið útlit. Ytra útlit ID.4 er sportlegt og einstaklega nútímalegt. Skýr og flæðandi hönnun er innblásin af náttúrunni og tryggir mjög góða lofthreyfifræði með loftviðnámsstuðulinn 0,28. Grunnútgáfa bílsins kemur með aðalljósum sem eru næstum fullbúin með ljósdíóðum og afturljósin nýta alfarið LED tæknina. Best búna útgáfan af ID.4 býr yfir gagnvirku IQ.Light LED ljósakerfi sem er enn framsæknara: það tekur á móti ökumönnum með snúningslinsueiningum og býr til hágeisla sem stjórnað er af gervigreind. Þessi aðalljós hafa verið pöruð saman við nýju þrívíðu LED afturljósaklasana sem eru eldrauð á lit. Veglegar felgur, allt að 21 tommur, undirstrika svo sterkan karakter bílsins.

Rúmgóð hönnun: langt hjólhaf, nægt rými fyrir bæði farþega og farangur.
ID.4, er 4,58 metrar að lengd og er byggður á MEB-tækninni (e. Modulary electric drive matrix). Rými fyrir farþega og tækni er skipt upp á alveg nýjan máta; farþegum í hag. Plássið í innanrými bílsins er á pari við sportjeppa í stærðarflokki ofar. Lita- og efnisval er nútímalegt en jafnframt látlaust. Farangursrýmið státar af 543 til 1,575 lítra geymslugetu sem fer eftir stöðu aftursætisins. Meðal búnaðar í bílnum má svo nefna rafknúið skottlok, þakboga og dráttarfestingu.

Hugmyndin að baki stjórnbúnaði ID.4 snýst ekki um hnappa og rofa. Hún er byggð á tveimur birtingarmyndum - annars vegar skjá sem mælist allt að 12 tommur á ská og er með snertivirkni - og hins vegar á náttúrulegri raddstýringu sem nefnist „Hello ID.”
Nýi snjallljósabúnaðurinn ID.Light - mjó ljósrönd undir framrúðunni – veitir ökumanni stuðning við akstur. Sjónlínuskjár er í boði þar sem hægt er að blanda miklu úrvali skjámynda við raunveruleikann. Til að mynda getur leiðsöguörvum, sem leiðbeina ökumanni hvar hann á að beygja, verið varpað á yfirborð vegarins á nákvæmlega réttri akrein. Leiðsögukerfið Discover Pro sér svo um að koma We Connect Start netþjónustunni um borð. IQ. Drive aðstoðarkerfin gera aksturinn enn afslappaðri og það á sérstaklega við um Travel Assist kerfið. Hug- og vélbúnaður í ID.4 hefur verið hannaður sem hluti af alveg nýrri byggingartækni sem gerir viðskiptavinum kleift að hlaða niður uppfærslum í bílinn eftir kaupin.

We Charge: hlöðum heima, á snatti um bæinn og í lengri ferðum
Ásamt ID. bílunum er Volkswagen að setja á markað fullkominn pakka fyrir þægilega, tengda og sjálfbæra hleðslu rafbíla undir nafninu We Charge. Um er að ræða fullkomna hleðslulausn fyrir allar aðstæður - hvort sem þú ert heima, að snatta, eða á löngu ferðalagi. Hægt er að hlaða ID.4 með jafnstraumi til að ná 320 km á DC hraðhleðslustöð á um það bil 30 mínútum.

Samhliða þessu er Volkswagen að koma á fót vistkerfi sjálfbærrar rafvæðingar í kringum ID. bílana. Viðskiptavinir ID.4 fá bíl í hendurnar sem hefur verið framleiddur með kolefnishlutlausu ferli og ef hann er hlaðinn með rafmagni sem framleitt er með sjálfbærum hætti verður bíllinn einnig kolefnishlutlaus á veginum.

Stefna Volkswagen: framtíðin er rafræn
Upp á síðkastið hefur Volkswagen verið að bæta ID. fjölskyldunni – sem er ný og sjálfstæð vörulína - við hefðbundið úrval vörumerkisins. Í framtíðinni stefnir Volkswagen á að tefla ID.4 fram á heimsvísu og selja hann ekki aðeins í Evrópu heldur einnig í Kína og síðar í Bandaríkjunum. Í heildina hyggst Volkswagen vörumerkið fjárfesta ellefu milljörðum evra í rafvæðingu samgangna fram til ársins 2024 sem hluta af Transform 2025+ strategy.

Mitsubishi Motors Corporation (MMC)

Mitsubishi Motors Corporation (MMC) tilkynnti við lokun markaða í gær 27. júlí að fyrirtækið hyggist frysta innleiðingu nýrra gerða Mitsubishi í Evrópu. Rekstur MMC hafi verið erfiður og tap verið á rekstrinum. Evrópumarkaður er hlutfallslega lítill fyrir framleiðandann og COVID-19 hefur gert stöðuna verri. Í ljósi þessa hefur félagið ákveðið að til skamms tíma verði höfuðáherslan á Asíumarkað. HEKLA, umboðsaðili MMC á Íslandi, mun halda sölu núverandi tegunda Mitsubishi bifreiða áfram.

Ákvörðun MMC hefur engin áhrif á eigendur Mitsubishi bifreiða. HEKLA mun áfram þjónusta bílana og ábyrgðarskilmálar verða óbreyttir, 5 ára ábyrgð á bifreiðum og 8 ára ábyrgð á rafhlöðum.

Sumarhátíð HEKLU

Verið velkomin á sumarhátíð HEKLU. Við frumsýnum fyrsta Skoda tengiltvinnbílinn Superb iV og nýjasta fjölskyldubílinn Kamiq. Einnig frumsýnum við 35" breyttan og töffaralegan Mitsubishi L200 sem er tilbúinn í íslenska sumarið og draumaferðabílinn Volkswagen California sem bíður spenntur eftir ferðafélögum! Audi e-tron 50 verður að sjálfsögðu á staðnum ásamt Q5 TFSI e sem er rafmagnaður tengiltvinnbíll. Ásamt frumsýningarstjörnum dagsins mun Volkswagen T-Cross sýna gestum lipra og sportlega takta og hinn alrafmagnaði e-up! hve risasmár og knár hann er. Af völdum aukahlutum verður 20% afsláttur.

Bæjarins Bestu verða á staðnum með grillvagninn sinn og á staðinn mæta blaðrari og ráfari frá Sirkus Íslands. Komdu og fagnaðu sumri með okkur og öllum félögunum úr bílaflota HEKLU.

Skoða viðburð á Facebook

Við hlýðum Víði. Starfsfólk HEKLU gætir þess að fylgja kröfum varðandi fjöldatakmarkanir og sótthreinsun svæða.

Hlökkum til að sjá þig!

Breyttur opnunartími

 
Mánudagur 6. apríl LOKAÐ
Þriðjudagur 7. apríl LOKAÐ
Miðvikudagur 8. apríl LOKAÐ
Fimmtudagur 9. apríl   - Skírdagur LOKAÐ
Föstudagur 10. apríl - Föstudagurinn langi LOKAÐ
Laugardagur 11. apríl  LOKAÐ
Sunnudagur 12. apríl - Páskadagur LOKAÐ
Mánudagur 13. apríl - Annar í páskum LOKAÐ
Þriðjudagur 14. apríl Venjulegur opnunartími
 
 

Viðbrögð vegna Covid-19

Við hjá HEKLU leggjum okkur fram við að veita viðskiptavinum góða þjónustu nú sem endranær. Allt kapp er lagt á að vernda starfsfólk og viðskiptavini og fylgjum við tilmælum Landlæknisembættisins um sóttvarnir.

Við hvetjum viðskiptavini okkar til að nýta rafrænar leiðir í samskiptum við okkur og kappkostum að svara fyrirspurnum eins hratt og auðið er. Söluráðgjafar HEKLU eru aðgengilegir í síma á opnunartíma í gegnum tölvupóst og netspjall. Við hvetjum viðskiptavini einnig til að kynna sér vefverslun HEKLU og sýningarsal nýrra bíla á www.hekla.is/vefverslun

Snertilaus afgreiðsla þjónustumóttöku: Við hvetjum viðskiptavini verkstæðis til að nýta snertilausa afgreiðslu með því að skilja eftir bíllykilinn í læstum skilakassa sem er við vinstri aðalhurð Heklu. Þar er umslag sem hægt er að fylla út nánari upplýsingar en svo má einnig ná í upplýsingablað hér til útprentunar, fylla út og setja með í umslagið. Við tæmum skilakassann reglulega. Eins er hægt að nýta snertilausa afgreiðslu við móttöku bílsins með því að hringja í síma 8305523 þegar bíllinn er tilbúinn. Við sendum þér þá reikninginn og þú millifærir á reikning Heklu áður en þú sækir bílinn. Þú hringir síðan aftur í þjónustufulltrúann þegar þú ert fyrir utan Heklu og hann færir þér lykilinn í poka. Einnig er hægt að senda tölvupóst á thjonusta@hekla.is eða nota netspjall hér til vinstri í samskiptum við þjónustuverið sem liðsinnir viðskiptavinum við snertilaus viðskipti við Heklu

Verkstæði: Á verkstæðinu nota bifvélavirkjar okkar viðurkenndar varnir til að vernda sig og viðskiptavini og fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis í sóttvörnum. Við notum að auki einnota ábreiður fyrir stýri og sæti og sótthreinsum lykil áður en hann er settur í lokaðan poka og afhentur viðskiptavini.

Afhending nýrra bíla: Varðandi afhendingu nýrra bíla þá höfum við sett fram nokkur einföld viðmið. Söluráðgjafi okkar kennir viðskiptavinum á helstu atriði nýja bílsins úr fjarlægð eða glugga. Ef nauðsynlega þarf að sýna ákveðin atriði inn í bílnum stendur söluráðgjafi fyrir utan bílinn og leiðbeinir í gegnum opinn glugga hinum megin. Varðandi tengimöguleika bílsins og önnur tæknileg atriði geta söluráðgjafar sent leiðbeiningar í tölvupósti, leiðbeint símleiðis og jafnvel boðið upp á myndsímtal. Á heimasíðum vörumerkja Heklu er að finna ítarlegar tæknilegar upplýsingar og viðskiptavinum er alltaf velkomið að hafa samband til að fá nánari upplýsingar eða jafnvel leiðbeiningar um heimasíður ef þess er óskað.

Sýningarsalir nýrra bíla: Starfsfólk okkar gætir þess að fylgja kröfum varðandi hreinlæti og sótthreinsun svæða. Sóttvarnir eru aðgengilegar í öllum sýningarsölum HEKLU. 

Úrval nýrra bíla má skoða á Laugavegi 170-174 og notaðra bíla að Kletthálsi 13. Í sýningarsalnum okkar á netinu er alltaf opið en þar er að finna allar upplýsingar, verð og búnað auk þess sem hægt er að taka frá bíl, óska eftir nánari upplýsingum og fleira. Einnig er hægt að panta aukahluti í vefverslun Heklu og fá þá senda beint heim.

Uppfært 30. október 2020

Skoda fagnar 125 árum

Skoda fagnar 125 ára afmæli sínu um þessar mundir og býður einstök afmælistilboð af Karoq, Kodiaq, Octaviu og Superb.
Úrval bíla á tilboðsverði má skoða með því að smella hér.
Sýningarsal Skoda má finna á www.hekla.is/skodasalur en þar er opið allan sólarhringinn og má finna bíla sem eru til á staðnum eða eru á leiðinni til landsins.
Í lok árs býður Skoda heppnum nýjum Skoda eiganda ásamt vini til heimaborgar Skoda, Prag, í borgarferð í tilefni 125 áranna.
Opið virka daga milli 10 og 17 og á laugardögum milli 12 og 16.⁠

Rafmögnuð stórsýning

Komdu og sjáðu þá nýjustu frá Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi þar sem frumsýningar, kynningar og forsölur verða allsráðandi.

Á boðstólnum verður ilmandi kaffi frá Kaffitár og svalandi ís frá Skúbb.

 • Nýr Audi e-tron 50 er sérstaklega glæsilegur rafbíll með yfir 300 km. drægni og hefur slegið í gegn á Íslandi verður frumsýndur ásamt splunkunýjum, glæsilegum og sívinsælum A1
 • Nýr Volkswagen e-up! var að lenda á Íslandi, hann er ódýrasti rafbíllinn, dregur allt að 260 kílómetrum og verður frumsýndur á Stórsýningunni. Einnig kynnir Volkswagen nýja línu T6.1 atvinnubíla sem slegið hefur í gegn um allan heim.
 • Nýr Skoda Superb er kominn til landsins og verður frumsýndur á laugardaginn en nýverið hófst forsala á Superb iV sem er fyrsti tengilvinnbíllinn (Plug in Hybrid) frá Skoda.
 • Tengiltvinnbíllinn Mitsubishi Outlander PHEV hefur notið mikilla vinsælla síðustu misseri og á því er ekkert lát.

HEKLA býður einstaklega gott úrval vistvænna bíla.

 • Rafmagnsbílar nefnast þeir bílar sem ganga eingöngu fyrir rafmagni. Rafbílar eru jafn auðveldir og þægilegir í notkun og hefðbundnir jarðefnaeldsneytisbílar en mun umhverfisvænni því þeir ganga fyrir hreinni íslenskri orku. Þú sparar allt bensínið og getur nýtt þér símann til að ylja þér og bílnum á morgnana.
 • Metanbílar henta sérlega vel til umhverfisvænna og hagfelldra orkukerfisskipta í samgöngum á Íslandi. Metangas er að jafnaði 25-35% ódýrara eldsneyti en bensín og með notkun á íslensku metangasi er dregið verulega úr því magni af koldíoxíði sem annars færi í andrúmsloftið við urðun.
 • Tengiltvinnbílar (plug in hybrid) eru tvíorkubílar sem hægt er að stinga í samband við hreina íslenska raforku en ganga fyrir bæði rafmagni og bensíni eða rafmagni og dísilolíu. Meðalrafmagnsdrægni tengiltvinnbíla HEKLU sjá meðalmanneskju í umferðinni á Íslandi fyrir allri daglegri notkun þar sem meðalakstur er um 35 kílómetrar á dag.

Komdu og mátaðu þinn uppáhaldsbíl!

Hlökkum til að sjá þig!

SKOÐA VIÐBURÐ Á FACEBOOK