Fara í efni

Fréttir

STÓRSÝNING HEKLU Á LAUGARDAG

Árleg stórsýning HEKLU verður haldin laugardaginn 14. janúar milli klukkan 12.00 og 16.00 þar sem allt það nýjasta og ferskasta frá Audi, Mitsubishi, Skoda og Volkswagen verður til sýnis. Um er að ræða allsherjar bílaveislu þar sem frumsýndir verða heitustu bílar ársins. Ókrýnd frumsýningarstjarna dagsins er án efa ...

 

Árleg stórsýning HEKLU verður haldin laugardaginn 14. janúar milli klukkan 12.00 og 16.00 þar sem allt það nýjasta og ferskasta frá Audi, Mitsubishi, Skoda og Volkswagen verður til sýnis.

Um er að ræða allsherjar bílaveislu þar sem frumsýndir verða heitustu bílar ársins. Ókrýnd frumsýningarstjarna dagsins er án efa nýjasti Q-meðlimur Audi, jepplingurinn Audi Q2, sem Íslendingar hafa beðið eftir með óþreyju frá því tilkynnt var um komu hans á síðasta ári. Audi frumsýnir einnig öfluga lúxusjeppann SQ7. Með 320 kW (435 hö) og 900 Nm togkrafti er nýja Audi SQ7 TDI tvímælalaust öflugasta dísilvélin í flokki sportjeppa en hún fer með bílinn úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst. á aðeins 4,8 sekúndum. Mitsubishi frumsýnir snaggaralega sportjeppann ASX með nýju útliti. ASX er ekki aðeins orðinn sportlegri heldur státar hann einnig af góðri veghæð og aflmikilli dísilvél og hentar íslenskum aðstæðum sérstaklega vel. Nýr Volkswagen up! verður einnig kynntur til leiks en hann er sprækur borgarbíll sem er fyrirferðarlítill að utan en rúmgóður að innan. Up! kemur í mörgum skemmtilegum útfærslum og er fáanlegur í metan- og rafmagnsútfærslu. Að auki hefst forsala á nýjum e-Golf sem kemst nú allt að 300 kílómetra á einni rafmagnshleðslu og tengiltvinnbílnum Golf GTE sem er jafnvígur á rafmagn og bensín. Þessir bílar eru allir með fimm ára ábyrgð eins og aðrir fólksbílar HEKLU. Volkswagen atvinnubílar forsýna svo aðra kynslóð Volkswagen Amarok. Þessi nýi og glæsilegi lúxuspallbíll kemur með einstaklega aflmiklum 3.0 lítra V6 dísilvélum með allt að 550 Nm togi og átta gíra sjálfskiptingu.

Auk úrvals bíla verður margt um að vera í sneisafullum sýningarsölunum; í boði verða kleinuhringir frá Krispy Kreme, kaffi frá Kaffitár, tattúbar fyrir börnin og veltibíllinn verður á staðnum. Allir sem reynsluaka eiga möguleika á að vinna nýjan Iphone, þráðlausan hátalara eða Apple tv.

„Árið 2016 var alveg frábært og við erum okkar viðskiptavinum afar þakklát fyrir tryggðina. Við slógum til að mynda tvö sölumet; annars vegar hjá Volkswagen atvinnubílum þar sem við seldum 508 atvinnubíla og hins vegar hjá Skoda en þar seldust 1102,“ segir Friðbert Friðbertsson forstjóri HEKLU. „Við innleiddum fimm ára ábyrgð á fólksbílum og héldum afburðamarkaðsstöðu okkar í sölu á vistvænum bílum sem var 67,5% prósent 2016 og gefum ekkert eftir á því sviði. Við höfum margt til að gleðjast yfir og langar að halda upp á velgengni síðasta árs með því að hefja nýtt ár með hvelli,“ segir Friðbert.

Smelltu hér til að skoða viðburðinn á Facebook.

Hér má sjá myndir af nokkrum af stjörnum dagsins: 

Vandkvæði við hleðslu innfluttra VW raf- og tengiltvinnbíla frá Bandaríkjunum.

Raf- og tengiltvinnbílar frá Volkswagen á borð við e-Golf og Golf GTE eiga miklum vinsældum að fagna. Einhverjir hafa flutt inn slíka bíla frá Bandaríkjunum og að gefnu tilefni verður að taka það fram að slíkir bílar eru ekki með sömu hleðslutengi ...

Raf- og tengiltvinnbílar frá Volkswagen á borð við e-Golf og Golf GTE eiga miklum vinsældum að fagna. Einhverjir hafa flutt inn slíka bíla frá Bandaríkjunum og að gefnu tilefni verður að taka það fram að slíkir bílar eru ekki með sömu hleðslutengi og þeir sem koma frá höfuðstöðvum Volkswagen í Þýskalandi. Þetta veldur vandkvæðum hvað varðar hleðslu á innfluttum bílum; bæði heimahleðslu og hraðhleðslu.

Í Bandaríkjunum er 110 volta spenna í heimahúsum en ekki 220 volta spenna líkt og á Íslandi. Það þýðir að ekki er hægt að hlaða raf- og tengiltvinnbíla heima fyrir nema með því að láta breyta snúrunum fyrir heimahleðsluna.

Hraðhleðslukerfið í Bandaríkjunum er einnig ólíkt því sem notað er í Evrópu. Tengin eru mismunandi í laginu þannig að og tengi úr innfluttum bíl passar ekki í innstungurnar í Evrópska kerfinu. Að auki eru ekki fáanleg millistykki til að brúa bilið. Eins og staðan er í dag er hreinlega ekki hægt að hraðhlaða rafbíla sem eru innfluttir frá Bandaríkjunum (tengiltvinnbíla er ekki hægt að hraðhlaða yfir höfuð) og engin lausn er í sjónmáli.

Meðfylgjandi er mynd sem sýnir muninn á tengjunum eftir löndum. Tengið til vinstri er frá Bandaríkjunum og myndin til hægri sýnir evrópska tengið.

Metsala hjá Skoda!

Met hefur verið slegið í sölu Skoda bifreiða á Íslandi, en þegar október rann sitt skeið á enda höfðu 1.009 Skoda bílar verið seldir hér á landi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Til samanburðar má nefna að ...

Met hefur verið slegið í sölu Skoda bifreiða á Íslandi, en þegar október rann sitt skeið á enda höfðu 1.009 Skoda bílar verið seldir hér á landi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Til samanburðar má nefna að allt árið 2015 seldust 999 Skoda bílar á Íslandi og því ljóst að sölumetið verður enn stærra þegar árið verður gert upp. 663 Skoda Octavia hafa verið seldir fyrstu 10 mánuði ársins og er hann þriðji söluhæsti bíll landsins. Þá má geta þess að 28% þeirra Skoda bifreiða sem seldar voru til einstaklinga og fyrirtækja (bílaleigur undanskildar) eru knúnar metangasi.

 HEKLA heldur svo áfram yfirburðastöðu sinni á markaði fyrir vistvænar bifreiðar. 67% allra vistvænna bíla sem seldir voru fyrstu 10 mánuði ársins voru frá HEKLU og þar af hefur Volkswagen 40% markaðshlutdeild. Þá átti HEKLA þrjár vinsælustu tegundir tengiltvinnbíla fyrstu 10 mánuði ársins.  Vinsælastur var Mitsubishi Outlander PHEV, því næst Volkswagen GOLF GTE og í þriðja sæti var Volkswagen Passat GTE. Tengiltvinnbílar Audi, e-tron, eru einnig á mikilli siglingu og það sem af er ár hafa 65 slíkir selst.

 

Nýir bílar á einstökum kjörum!

HEKLA býður einstök kjör á takmörkuðu magni sýningarbíla, reynsluakstursbíla og valdra bíla frá Volkswagen, Skoda, Audi og Mitsubishi – allir með ­fimm ára ábyrgð! Kjarakaup standa yfi­r til jóla, eða á meðan birgðir endast og eru bílarnir til sýnis

HEKLA býður einstök kjör á takmörkuðu magni sýningarbíla, reynsluakstursbíla og valdra bíla frá Volkswagen, Skoda, Audi og Mitsubishi – allir með fimm ára ábyrgð**. Kjarakaupin standa yfir til jóla, eða á meðan birgðir endast, og eru bílarnir til sýnis hjá HEKLU Laugavegi 170-174.

Nýttu tækifærið og fáðu þér nýjan gæðabíl fyrir jólin.

Hér að neðan má sjá lista yfir bíla sem eru í boði*:

Teg. Undirtegund Vél Gírs. Hestöfl CO2 Eyðsla Verð frá Tilboðsverð Afsláttur
Audi A4 B9 Avant 4x4 Sport 2.0 TDI Dísil Ssk. 190 116 4.5 9.550.000 8.595.000 955.000
VW UP! Move up! 1.0 MPI Bensín Bsk. 60 96 4.1 2.180.000 1.960.000 220.000
VW Polo Trendline 1.0 MPI  Bensín Bsk. 75 104 4.8 2.420.000 2.270.000 150.000
VW Polo BEATS 1.2 TSI Bensín Ssk. 90 109 4.7 3.290.000 3.090.000 200.000
VW Cross Polo 1.2 TSI Bensín Ssk. 110 115 4.7 3.580.000 3.190.000 390.000
VW Golf Trendline 1.4 TGI  Metan/Bensín Bsk. 110 0 5,1/3,5 3.190.000 2.890.000 300.000
VW Golf GTD Dísil Ssk. 184 124 4.5 5.590.000 4.890.000 700.000
VW Golf R Bensín Ssk. 300 159 6.9 7.880.000 6.700.000 1.180.000
VW Golf Variant Trendline 1.4 TSI Bensín Bsk. 125 120 5.3 3.630.000 3.160.000 470.000
VW Golf Variant Comfortline 1.4 TSI Bensín Ssk. 125 118 5.1 3.930.000 3.430.000 500.000
VW Golf Variant Highline 1.4 TSI Bensín Ssk. 125 118 5.1 4.350.000 3.800.000 550.000
VW Passat Trendline 1.4 TSI Bensín Ssk. 150 117 4.9 4.450.000 3.950.000 500.000
VW Passat Highline 1.4 TSI Bensín Ssk. 150 117 4.9 5.330.000 4.430.000 900.000
VW Passat Highline 2.0 TDI Dísil Ssk. 150 116 4.4 5.790.000 4.890.000 900.000
VW Passat Variant Comfortline 1.4 TSI Bensín Ssk. 150 117 5.1 4.840.000 4.090.000 750.000
VW Touareg R Line V6 3.0 TDI Dísil Ssk. 262 174 6.6 11.990.000 10.690.000 1.300.000
MMC ASX Instyle 4x4 Dísil Dísil Ssk. 150 152 5.1 4.990.000 4.490.000 500.000
MMC Outlander Intense 2.0 4x4 Bensín Bensín Ssk. 150 155 6.4 5.390.000 4.990.000 400.000
MMC Outlander Intense 2.0 4x4 Bensín 7 sæta Bensín Ssk. 150 155 6.4 5.990.000 5.390.000 600.000
MMC Outlander Intense 2.2 4x4 Dísil Dísil Bsk. 150 154 5.5 5.590.000 4.950.000 640.000
MMC Outlander Intense 2.2 4x4 Dísil Dísil Ssk. 150 154 6.1 6.390.000 5.590.000 800.000
MMC Outlander Instyle 2.2 4x4 Dísil 7 sæta Dísil Ssk. 150 154 6.1 6.990.000 6.190.000 800.000
VW Caddy Maxi 2.0 TDI** Dísil Bsk. 102 119 4,5 3.390.000 2.980.000 410.000
VW Caddy Maxi 1.4 TGI** Metan/Bensín Bsk. 110 0 6,4 3.210.000 2.750.000 460.000
VW Crafter Double Cab 2.0 TDI** Dísil Bsk. 163 213 8,1 6.220.000 5.290.000 930.000
VW Amarok Double Cab 2.0 TDI** Dísil Bsk. 140 199 7,6 5.840.000 4.990.000 850.000
VW Multivan Comfortline 2.0 TDI** Dísil Ssk. 150 155 6,2 7.630.000 6.867.000 763.000
Skoda Citigo Active 1.0 MPI Bensín Bsk. 60 105 4,5 1.890.000 1.690.000 200.000
Skoda Fabia Active 1.0 MPI Bensín Bsk. 75 108 4,8 2.220.000 2.020.000 200.000
Skoda Fabia Ambition 1.2 TSI Bensín Bsk. 90 107 4,7 2.690.000 2.450.000 240.000
Skoda Fabia Ambition 1.2 TSI Bensín Ssk. 110 109 4,8 2.990.000 2.790.000 200.000
Skoda Fabia Combi Active 1.0 MPI Bensín Bsk. 75 109 4,8 2.380.000 2.140.000 240.000
Skoda Fabia Combi Ambition 1.2 TSI Bensín Bsk. 90 107 4,7 2.850.000 2.590.000 260.000
Skoda Fabia Combi Ambition 1.2 TSI Bensín Ssk. 110 109 4,8 3.150.000 2.920.000 230.000
Skoda Rapid Spaceb. Amb. 1.2 TSI Bensín Bsk. 90 108 4,7 2.890.000 2.450.000 440.000
Skoda Rapid Spaceb. Amb. 1.4 TSI m. sportpakka Bensín Ssk. 125 114 5,2 3.650.000 3.090.000 560.000
Skoda Octavia G-Tec Amb 1.4 TGI (m. dráttarb.) Metan/Bensín Bsk. 110 94 5,4 3.510.000 3.190.000 320.000
Skoda Octavia Ambition 1.6 TDI Dísil Ssk. 110 99 3,9 4.090.000 3.790.000 300.000
Skoda Octavia Combi G-Tec Amb. 1.4 TGI (m. dráttarb.) Metan/Bensín Bsk. 110 96 5,3 3.610.000 3.290.000 320.000
Skoda Octavia Combi vRS 4x4 2.0 TDI  Dísil Ssk. 184 131 5 6.380.000 5.650.000 730.000


*Takmarkað magn. Aukabúnaður á auglýstum bílum gæti verið annar en í verðdæmum.

**Fimm ára ábyrgð gildir ekki með Volkswagen atvinnubílum.

Annie Mist valdi vistvænan bíl!

Það var vel við hæfi að CrossFit-meistarinn Annie Mist Þórisdóttir fékk draumabílinn afhentan á Vistvænum dögum HEKLU sem nú standa yfir. Um er að ræða tengiltvinnbílinn Volkswagen Golf GTE sem gengur bæði fyrir rafmagni og bensíni.

Það var vel við hæfi að CrossFit-meistarinn Annie Mist Þórisdóttir fékk draumabílinn afhentan á Vistvænum dögum HEKLU sem nú standa yfir. Um er að ræða tengiltvinnbílinn Volkswagen Golf GTE sem gengur bæði fyrir rafmagni og bensíni.

Annie hefur keyrt Volkswagen frá því hún var sautján ára gömul. Hún fjárfesti í Volkswagen Polo áður en hún fékk bílpróf og þegar kom að því að endurnýja kom ekkert annað til greina en Volkswagen. „Polo-inn var algjör draumabíll og þegar ég ákvað að skipta langaði mig bara í Volkswagen. Ég vildi aðeins stærri bíl í þetta skiptið og fannst Golf alveg fullkominn.“

Annie fannst einnig vistvænn farkostur heillandi og þegar hún og kærastinn, Frederik Ægidius, byrjuðu að reynsluaka kolféllu þau fyrir Golf GTE sem gengur bæði fyrir rafmagni og bensíni. „Við prófuðum Golf GTE og það er svo ótrúlega þægilegt og gaman að keyra hann. Hann er hljóðlátur og tekur einstaklega vel við sér og svo fannst okkur Frederik það vera mjög mikill plús að hann sé umhverfisvænn,“ segir Annie sem fagnaði kaupunum með því að bregða sér út úr bænum á nýja farkostinum.

 

Metan-fimmtudagur á Vistvænum dögum HEKLU!

Vistvænir dagar HEKLU hófust með pompi og prakt klukkan 12.00 í dag. Umfjöllunarefnið var metan og sérfræðingar á því sviði héldu spennandi örfyrirlestra. Leikurinn verður endurtekinn klukkan 16.30

Vistvænir dagar HEKLU hófust með pompi og prakt klukkan 12.00 í dag. Umfjöllunarefnið var metan og sérfræðingar á því sviði héldu spennandi örfyrirlestra. Leikurinn verður endurtekinn klukkan 16.30 og það er um að gera að missa ekki af öllum þessum fróðleik. Nánari upplýsingar um dagskrána má nálgast hér: http://www.hekla.is/is/um-heklu/frettir/vistvaenir-dagar-heklu

Hér má sjá fleiri myndir:

Tilboð á vistvænum VW

Á Vistvænum dögum verður fjölbreytt dagskrá þar sem kynntar verða tæknilausnir, þjónusta og fróðleikur sem snýr að vistvænum farkostum. Fulltrúar frá fjölmörgum starfsgreinum sem tengjast vistvænum samgöngum kynna starfsemi sína, vörur og þjónustu og á dagskrá verður fjöldi örfyrirlestra. Af því tilefni er Volkswagen með tilboð á vistvænum Volkswagen þessa daga.

 Á Vistvænum dögum verður fjölbreytt dagskrá þar sem kynntar verða tæknilausnir, þjónusta og fróðleikur sem snýr að vistvænum farkostum. Fulltrúar frá fjölmörgum starfsgreinum sem tengjast vistvænum samgöngum kynna starfsemi sína, vörur og þjónustu og á dagskrá verður fjöldi örfyrirlestra. Af því tilefni er Volkswagen með tilboð á vistvænum Volkswagen þessa daga.

Tegund Sérheiti Lýsing Orkugjafi Listaverð Tilboðsverð
Golf Trendline VW Golf Hatchback Trendline 1.4 TGI 81kW Beinskiptur Metan/Bensín 3.190.000 2.870.000
Golf Trendline VW Golf Hatchback Trendline 1.4 TGI 81kW Sjálfskiptur Metan/Bensín 3.390.000 3.050.000
Golf Comfortline VW Golf Hatchback Comfortline 1.4 TGI 81kW Sjálfskiptur Metan/Bensín 3.590.000 3.230.000
E-up E-up VW UP e-UP Electric 60kW Rafmagn 2.990.000 2.690.000
Golf e-Golf VW e-Golf Hatchback Electric 85kW Rafmagn 4.150.000 3.740.000
Golf e-Golf VW e-Golf Hatchback Electric 85kW Comport Rafmagn 4.590.000 4.130.000
Passat GTE VW Passat Limo GTE 1.4 TSI Plug-in-Hybrid 115kW Sjálfskiptur Rafmagn/Bensín 4.950.000 4.700.000
Passat GTE VW Passat Limo GTE 1.4 TSI Plug-in-Hybrid 115kW Sjálfskiptur Comfort Rafmagn/Bensín 5.190.000 4.930.000
Passat GTE VW Passat Limo GTE 1.4 TSI Plug-in-Hybrid 115kW Sjálfskiptur Premium Rafmagn/Bensín 5.690.000 5.410.000
Passat GTE VW Passat Variant GTE 1.4 TSI Plug-in-Hybrid 115kW Sjálfskiptur Rafmagn/Bensín 5.050.000 4.800.000
Passat GTE VW Passat Variant GTE 1.4 TSI Plug-in-Hybrid 115kW Sjálfskiptur Comfort Rafmagn/Bensín 5.350.000 5.080.000
Passat GTE VW Passat Variant GTE 1.4 TSI Plug-in-Hybrid 115kW Sjálfskiptur Premium Rafmagn/Bensín 5.850.000 5.560.000

Tilboðsverð er á vistvænum dögum (10. - 12. nóvember 2016)

Vistvænir dagar HEKLU hefjast á metan-fimmtudegi!

Á Vistvænum dögum HEKLU er fimmtudagurinn 10. nóvember tileinkaður metani og áhersla er lögð á að kynna tæknina, bílana og þjónustu við metanbílaeigendur. Nýr VW Eco Up! metanbíll verður frumsýndur ...

Á Vistvænum dögum HEKLU er fimmtudagurinn 10. nóvember tileinkaður metani og áhersla er lögð á að kynna tæknina, bílana og þjónustu við metanbílaeigendur. Nýr VW Eco Up! metanbíll verður frumsýndur og boðið verður upp á kynningu og reynsluakstur á öðrum metanbílum Volkswagen sem og Skoda.

Á örfyrirlestrum kl. 12 og kl. 16.30 verða eftirfarandi hliðar metanorkugjafans ræddar:

  • Íslensk metanframleiðsla. Sorpa framleiðir íslenskt metaneldsneyti með endurvinnslu sorps. Sorpa greinir meðal annars frá áformum um stóraukna metanvinnslu næstu árin með opnun nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar.

  • Dreifing íslenskrar orku. Olís rekur metanafgreiðslustöðvar bæði í Reykjavík og á Akureyri. Olís mun meðal annars greina frá því hvernig metandreifing er hluti af virkri umhverfisstefnu Olís.

  • Metan í umhverfisvænni höfuðborg. Reykjavíkurborg hefur sett sér markmið um kolefnishlutleysi og aðlögun aðloftslagsbreytingum ásamt aðgerðaáætlun til ársins 2020. Metanið hefur hlutverk í því að ná þessu markmiði.

  • Vistvænir metanbílar. HEKLA býður framúrskarandi metanbíla frá Skoda og Volkwagen. Vinsældir metanbílsins hafa stóraukist undanfarin ár og munu fulltrúar HEKLU segja frá ástæðu þessa og kynna fjölbreyttar tegundir metanbíla.

  • Sjálfbærni; Metanframleiðsla í Flóanum. Í Hraungerði í Flóahreppi framleiða kýrnar ekki bara mjólk því mykjan er einnig virkjuð til metaneldsneytis.

Vertu velkomin á örfyrirlestra hjá HEKLU, Laugavegi 170-174 kl. 12 eða kl 16.30.

Vindmyllusmíði kynnt á Vistvænum dögum HEKLU!

Laugardaginn 12. nóvember verður vindmyllusmíði kynnt á Vistvænum dögum HEKLU. Vindmyllusmíði er samstarfsverkefni Landsvirkjunar og Vísindasmiðju Háskóla Íslands sem gengur út á að kenna börnum hvernig rafmagn verður til, áhrif orkunýtingar á umhverfið ...

Laugardaginn 12. nóvember verður vindmyllusmíði kynnt á Vistvænum dögum HEKLU. Vindmyllusmíði er samstarfsverkefni Landsvirkjunar og Vísindasmiðju Háskóla Íslands sem gengur út á að kenna börnum hvernig rafmagn verður til, áhrif orkunýtingar á umhverfið og hvernig vindmyllur virka. Í vindmyllusmíði fá gestir og gangandi að spreyta sig á því að hanna og smíða eigin vindmyllu auk þess að prófa getu hennar til þess að framleiða rafmagn. Mikil áhersla er lögð á að fá að fikta, prófa sig áfram og reyna á eigin færni og þetta skemmtilega verkefni hefur vakið lukku hjá ungum sem öldnum.

Team Spark á Vistvænum dögum HEKLU!

Á fimmtudag hefjast Vistvænir dagar HEKLU. Fimmtudag og föstudag verður íslenski rafkappakstursbíllinn TS16 til sýnis í höfuðstöðvum HEKLU við Laugaveg 170-174 og hægt verður setjast upp í bílinn og fá tekna af sér mynd. Liðsmenn Team Spark verða á staðnum ...

Á fimmtudag hefjast Vistvænir dagar HEKLU. Fimmtudag og föstudag verður íslenski rafkappakstursbíllinn TS16 til sýnis í höfuðstöðvum HEKLU við Laugaveg 170-174 og hægt verður setjast upp í bílinn og fá tekna af sér mynd. Liðsmenn Team Spark verða á staðnum og segja frá hönnun og smíði bílsins en Team Spark er þróunarverkefni við Verkfræði- og Náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Verkefnið snýst um að þróa, hanna og smíða eins manns rafmagnsknúinn kappakstursbíl frá grunni.

Árlega er nýr bíll smíðaður með tilheyrandi framþróun og á hverju sumri er keppt á stærstu alþjóðlegu hönnunarkeppni verkfræðinema í heimi, Formula Student, á Silverstone akstursbrautinni á Englandi. Sú reynsla sem fæst með þátttöku í keppninni skilar sér í frekari þróun á verkefninu og sem dæmi má nefna þróaði Team Spark í fyrsta sinn vængi á TS16 síðastliðinn vetur og vakti framleiðsluaðferðin sem notast var við mikla athygli þegar í keppnina var komið.