Fara í efni

Fréttir

Nýr og glæsilegur Audi A4 sló í gegn

Nýr og margverðlaunaður Audi A4 var frumsýndur í sýningarsal Audi síðastliðinn laugardag og hlaut hlýjar móttökur sýningargesta. Audi A4 hefur átt mikilli velgengni að fagna síðan hann kom fyrst á markað árið 1994 ...

Nýr og margverðlaunaður Audi A4 var frumsýndur í sýningarsal Audi síðastliðinn laugardag og hlaut hlýjar móttökur sýningargesta. Audi A4 hefur átt mikilli velgengni að fagna síðan hann kom fyrst á markað árið 1994 og á sér dyggan aðdáendahóp. Ný kynslóð A4 gefur þeim eldri ekkert eftir, hún er mikið uppfærð og státar af glæsilegri hönnun. Vélarnar eru sparneytnari en samt kraftmeiri þar sem eldsneytisnotkun hefur verið minnkuð um 21 prósent á meðan aflið hefur aukist um 25 prósent. Nýr A4 er líka sneisafullur af tækninýjungum. Virtual mælaborð Audi, sem er í boði sem valbúnaður, er með 12,3 tommu háskerpu LCD skjá og Bang & Olufsen hljómkerfi með þrívíðu hljóði. Í nýjum A4 er öryggið sett á oddinn og öryggiskerfið „pre sense city“ er staðalbúnaður.

„A4 vakti mikla lukku meðal gesta og fjölmargir skelltu sér í reynsluakstur en hann er í boði með quattro fjórhjóladrifinu sem er mjög vinsælt og gefur ökumanninum frábæra stjórn á akstrinum. Þetta er flottur og afar vel útbúinn bíll með frábæra aksturseiginleika og ég mæli með því að fólk prufukeyri hann því upplifunin er alveg einstök,“ segir Jóhann Ingi Magnússon vörustjóri Audi.

Smelltu hér til að skoða fleiri myndir frá frumsýningunni.

Nýr Audi A4 frumsýndur

Laugardaginn 23. apríl frumsýnir HEKLA hinn margverðlaunaða Audi A4 milli kl 12 og 16 í nýjum og glæsilegum sýningarsal Audi við Laugavegi 174. Nýr og glæsilegur Audi A4 er margverðlaunaður og hefur meðal annars hlotið hið eftirsótta gullstýri í flokki fólksbíla í millistærð.

Laugardaginn 23. apríl frumsýnir HEKLA hinn margverðlaunaða Audi A4 milli kl 12 og 16 í nýjum og glæsilegum sýningarsal Audi við Laugavegi 174.

Öflugri, sparneytnari og snjallari: Nýr Audi A4 sameinar tækni og fagurfræði með einstökum hætti. Nýstárlegt Audi Virtual mælaborð með 12,3 tommu háskerpu LCD skjá og Bang & Olufsen hljómkerfi (valbúnaður) með þrívíðu hljóði gefa innanrýminu áhrifamikið yfirbragð. Audi Matrix LED aðalljósin skipta LED ljósinu niður í fjölda smárra díóða sem varpa birtunni með þremur endurkösturum. Stjórneiningin slekkur og kveikir á endurkösturunum eftir þörfum eða dregur niður birtuna í þeim öllum í 64 skrefum. Þær gefa alltaf nákvæma lýsingu og frábæra birtu.

Hægt er að velja um fjölbreytt úrval véla þar sem eldsneytisnotkun hefur verið minnkuð um 21 prósent, samanborið við fyrirrennarann, á meðan aflið hefur aukist um 25 prósent. Til dæmis kemst Audi A4 úr kyrrstöðu í 100 km/klst á aðeins 5,8 sekúndum með 252 hestafla, 2,0 l. TFSI bensínvélinni. Dísilútfærslur vélanna eru allt frá 150 hestöflum upp í 272 hestöfl. Til viðbótar er Audi A4 að sjálfsögðu í boði með quattro fjórhjóladrifinu.

Nýr og glæsilegur Audi A4 er margverðlaunaður og hefur meðal annars hlotið hið eftirsótta gullstýri í flokki fólksbíla í millistærð. Við viðtöku verðlaunanna hafði stjórnarmaður sölu- og markaðsmála hjá Audi AG, Dietmar Voggenreiter þetta um málið að segja: „A4 er vinsælasta bifreið Audi frá upphafi. Sigurinn í keppninni um gyllta stýrið gefur sterklega til kynna að ný kynslóð A4 muni eiga jafn mikilli velgengni að fagna og fyrirrennarar hennar.“

Enginn bílaframleiðandi hefur sigrað jafn oft í keppninni um gullstýrið og Audi sem hefur unnið til 25 verðlauna á 40 ára sögu keppninnar.

„Mikil eftirvænting hefur verið síðustu mánuði eftir hina nýja og glæsilega Audi A4 og er hann nú mættur til Íslands í allri sinni dýrð. Með sparneytnari en samt kraftmeiri vélum, glæsilegu innanrými og allri hönnuninni á bílnum hefur Audi tekist einstaklega vel upp, það má með sanni segja að nýr Audi A4 sameinar tækni og fagurfræði!,“ segir Jóhann Ingi Magnússon vörustjóri Audi og bætir við að margar nýjungar hafi litið dagsins ljós hjá Audi síðustu mánuði. „Q7 e-tron kemur til dæmis til landsins áður en langt um líður og höfum við nú þegar byrjað að taka niður pantanir.“

24 tíma heimlán ŠKODA

ŠKODA Fabia býr yfir ótal kostum, en fögur orð og fyrirheit koma ekki í staðinn fyrir persónulega reynslu. Því langar okkur að lána þér Fabiu í sólarhring. Komdu við hjá okkur og fáðu nýja ŠKODA Fabiu til reynslu í 24 tíma ...

ŠKODA Fabia býr yfir ótal kostum, en fögur orð og fyrirheit koma ekki í staðinn fyrir persónulega reynslu. Því langar okkur að lána þér Fabiu í sólarhring. Komdu við hjá okkur eða sendu póst á skoda@hekla.is og fáðu nýja ŠKODA Fabiu til reynslu í 24 tíma.

Fabia er brakandi ferskur borgarsmábíll með risastóra kosti. Hann var valinn bíll ársins hjá WhatCar? og hlaut Red dot verðlaunin fyrir framúrskarandi vöruhönnun. Þessi ferski fjörkálfur er léttur, nettur og tæknivæddur. Hann er stútfullur af sniðugum lausnum og er búinn öryggistækjum sem vanalega eru aðeins í bílum í hærri verðflokki. Skoda Fabia Skoda Fabia er bráðsniðugur eins og hann á kyn til og stendur vel undir nafninu skemmtilegi bíllinn. Svo er verðið alveg til fyrirmyndar en ŠKODA Fabia kostar aðeins frá 2.290.000 kr.

Prófaðu Skoda Fabia áður en þú tekur ákvörðun um bílakaup! 

Skoda Superb Combi hlýtur Red Dot verðlaunin!

Nýr ŠKODA Superb Combi varð á dögunum þess heiðurs aðnjótandi að hljóta Red Dot verðlaunin fyrir framúrskarandi vöruhönnun og varð þar með sá níundi úr Skoda-fjölskyldunni til að hljóta þessi eftirsóttu hönnunarverðlaun ...

Nýr ŠKODA Superb Combi varð á dögunum þess heiðurs aðnjótandi að hljóta Red Dot verðlaunin fyrir framúrskarandi vöruhönnun og varð þar með sá níundi úr Skoda-fjölskyldunni til að hljóta þessi eftirsóttu hönnunarverðlaun. Red Dot er ein þekktasta og virtasta hönnunarsamkeppni heims og var þetta í 61. sinn sem hún er haldin. Um 5000 þátttakendur frá meira en 50 löndum tók þátt að þessu sinni og alþjóðleg dómnefnd skipuð sérfræðingum sá um að velja sigurvegarana. Að mati dómnefndar er hárfínt jafnvægi á milli hagkvæmni og fagurfræði í Combi-útfærslunni á þessu glæsilega flaggsskipi Skoda sem undirstrikar færnina í verkfræði og hönnun. „Nýr Superb er með frábærar útlínur og er stórkostlegur bíll,“ var haft eftir dr. Peter Zec, stofnanda og forstjóra Red Dot keppninnar viðþetta tilefni.

 ŠKODA Superb var frumsýndur í HEKLU í janúar. Um er að ræða þriðju kynslóð þessa vinsæla bíls sem kemur úr smiðju skemmtilegu ŠKODA fjölskyldunnar. Þetta er rúmgóður og fágaður fjölskyldubíll sem er fullkominn í leik og störf og hann hefur hlotið frábærar viðtökur bæði hjá viðskiptavinum og bílablaðamanna. Nýr Superb er stærri og rúmbetri en áður og býr yfir mörgum framsæknum öryggiskerfum. Af öryggisbúnaði má nefna árekstrarvara og rafræna stöðugleikastýringu með fjöldaárekstursbremsu en Superb er á lista Euro NCAP yfir öruggustu fjölskyldubílana. 

HEKLA býður til 4X4 bílasýningar

Laugardaginn 12. mars heldur HEKLA 4X4 bílasýningu milli kl. 12 og 16. Allir flottustu og fjórhjóladrifnustu bílarnir frá Volkswagen, Skoda, Mitsubishi og Audi verða í aðalhlutverki en innblástur sýningarinnar er sóttur í útiveru og íslenska náttúru ...

Laugardaginn 12. mars heldur HEKLA 4X4 bílasýningu milli kl. 12 og 16. Allir flottustu og fjórhjóladrifnustu bílarnir frá Volkswagen, Skoda, Mitsubishi og Audi verða í aðalhlutverki en innblástur sýningarinnar er sóttur í útiveru og íslenska náttúru.

HEKLA býður fjölbreytt úrval fjórhjóladrifinna ökutækja sem spannar allt frá 300 hestafla Golf R til sportlega pallbílsins L200 frá Mitsubishi.

Það verður ævintýralegt um að lítast á sýningunni því auk úrvals fjórhjóladrifinna bíla verður ýmiss búnaður til sýnis sem atorkusamt fólk notar sér til útivistar. HEKLA hefur leitað liðsinnis ýmissa útivistarfyrirtækja og verður með til sýnis hjólhýsi og topptjald frá Víkurverki, skíði og snjóbretti frá Everest, úrval hjóla frá TRI og ýmislegt fleira.

„Á 4X4 sýningunni gefst okkur tækifæri til að sýna það breiða úrval sem við höfum upp á að bjóða. Við frumsýnum nýjan Volkswagen Passat Alltrack sem er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn en auk hans verða til sýnis Audi Q7, atvinnubílinn Volkswagen Caravelle, Skoda Superb, Volkswagen Touareg og Mitsubishi Outlander auk fjölda annarra og við hvetjum fólk til að prófa þá. Það verður nóg um að vera í öllum okkar sölum og það ættu allir að komast í réttan gír á sýningunni,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri HEKLU, sem býst við skemmtilegri sýningu á laugardaginn.

4X4 sýningin verður haldin í salarkynnum HEKLU við Laugaveg 170 – 174 frá kl. 12 til 16 næstkomandi laugardag.

Aðgerðir til leiðréttingar

Frávik frá stöðlum um útblástursmengun eru eins og fram hefur komið tvenns konar. Annars vegar frábrigði frá staðli um útblástur nituroxíða (NOX) og hins vegar frábrigði í skráningu koldíoxíðs (CO2) í útblæstri. Þessa dagana er í samvinnu við Volkswagen AG verið að undirbúa aðgerðir til leiðréttingar á útblástursinnihaldi þeirra bíla sem frávik hafa komið upp með ...

Frávik frá stöðlum um útblástursmengun eru eins og fram hefur komið tvenns konar. Annars vegar frábrigði frá staðli um útblástur nituroxíða (NOX) og hins vegar frábrigði í skráningu koldíoxíðs (CO2) í útblæstri.

Þessa dagana er í samvinnu við Volkswagen AG verið að undirbúa aðgerðir til leiðréttingar á útblástursinnihaldi þeirra bíla sem frávik hafa komið upp með. Unnið er með Neytendastofu og Samgöngustofu varðandi framkvæmd innköllunar umræddra bíla.

Verkefninu verður skipt upp í tímabil eftir vélargerðum og er framgangi þess er stjórnað af Volkswagen AG. Byrjað verður á innköllunum í marsmánuði 2016 á bílum með vélum sem eru með 2ja lítra rúmtak. Næsti verkhluti sem snýr að vélum með 1,2 lítra rúmtak hefst í júnímánuði og sá síðasti hefst í byrjun október og snýr þá að vélum með 1,6 lítra rúmtak. Uppfærsluverkefnið verður í vinnslu fram eftir árinu og í raun eins lengi og þörf er á til að klára verkefnið.

Að uppfærslu lokinni samræmast bílarnir þeim kröfum sem í gildi eru gagnvart útblástursinnihaldi. Ekki verður um neina breytingu á eldsneytisnotkun, CO2 innihaldi útblásturs, né á afköstum vélanna.

NOX frávik
Frávikin sem snúa að útblæstri nituroxíða (NOX) voru eins og kunnugt er vegna hugbúnaðar í vélarstjórnbúnaði sem virkjaði búnað vélarinnar til minnkunar á útblástursmengun þegar prófun fór fram á prófunarbekk, en minnkaði virknina í akstri og leyfði þannig meiri útblástur NOX.

Lagfæringar þær sem farið verður í samanstanda af hugbúnaðaruppfærslu allra véla og ísetningu loftflæðibeinis í einni gerð vélanna (1,6 lítra rúmtak). Eftir þessar aðgerðir verður útblástursinnihaldið innan þeirra marka sem við hefur verið miðað í Evrópulöndum.

Breyting sú er gerð er á bílunum snýr að uppfærslu hugbúnaðar vélarstjórnkerfis í öllum vélum og að auki er í bílum með vélar sem hafa 1,6 lítra rúmtak bætt við loftflæðistýringu við loftflæðinema í loftinntaki vélanna.

CO2 frávik
CO2 skráningarfrábrigðin sem gefið var út að væru til staðar hafa verið rannsökuð niður í kjölinn. Upphaflega var talið að CO2 frábrigðið snerti 432 bíla á Íslandi.

Eftir ítarlegar rannsóknir á skráningum hefur komið í ljós að fjórir bílar á Íslandi  falla undir CO2 frábrigðið. Enn hefur ekki verið gefið út með hverjum hætti við verður brugðist með þessa bíla, en líklegt er að skráning þeirra verði leiðrétt og verði sú leiðrétting völd að breytingu á skattflokki verður eigendum haldið skaðlausum, eins og Volkswagen hefur þegar gefið út. Ríkisskattsstjóri og Tollstjóri hafa verið upplýstir um þetta mál og lausn unnin í fullu samráði við þau embætti. 

Þreföld frumsýning Volkswagen atvinnubíla!

Volkswagen Transporter, Multivan og Caravelle verða frumsýndir á laugardaginn milli klukkan 12 og 16 í nýjum og glæsilegum salarkynnum HEKLU en Volkswagen atvinnubílar hafa fært sig um set og eru nú á sama stað og Volkswagen fólksbílar.

Þreföld frumsýning Volkswagen atvinnubíla!

Volkswagen Transporter, Multivan og Caravelle verða frumsýndir á laugardaginn í nýjum og glæsilegum salarkynnum HEKLU en Volkswagen atvinnubílar hafa fært sig um set og eru nú á sama stað og Volkswagen fólksbílar.

Frumkvöðlarnir Volkswagen Transporter, Multivan og Caravelle hafa fylgt kynslóðum af fólki sem þurft hafa á traustum og áreiðanlegum atvinnubílum að halda sem leysa krefjandi og fjölbreytt verkefni.

„Sjötta kynslóðin nefnist T6 en það er gaman að segja frá því að bílarnir í þeirri línu byggja allir á arfleið hins þekkta Volkswagen T1 „rúgbrauðs.“ Sjötta kynslóðin kemur með enn meiri staðalbúnaði og aflmeiri vélum og miklu úrval af aðstoðarkerfum fyrir ökumann. Við fluttum nýlega í nýjan sýningarsal á sama stað og Volkswagen fólksbílar eru til húsa og það verður gaman að sýna nýju T6 línuna í þessum flottu salarkynnum,“ segir Ívar Þór Sigþórsson, sölustjóri Volkswagen atvinnubíla.

  • Volkswagen Caravelle hefur í áraraðir fylgt fólki sem hefur þurft á traustum og áreiðanlegum fólksflutningabíl að halda. Hann er níu manna og býður upp á mikið rými fyrir farþega og farangur.
  • Volkswagen Transporter er með rennihurð á báðum hliðum og vængjahurð að aftan með glugga. Hann hlaut á dögunum hin eftirsóttu verðlaun sendibíll ársins eða „Van of the year“.
  • Volkswagen Multivan er einstaklega rúmgóður fjölnota fjölskyldubíll sem nýtist hvort sem er í borgarumferð eða á vegum úti. Í honum eru sæti fyrir sjö manns og hægt er að leggja niður öftustu sætaröð og nýta hana sem svefnrými.

Volkswagen T6 atvinnubílarnir er hægt að fá beinskipta eða með sjö þrepa DSG sjálfskiptingu í margskonar útfærslum. Einnig er hægt að velja um framhjóla- og fjórhjóladrif með fullkominni stöðugleikastýringu og spólvörn.

Laugardaginn 13. febrúar milli klukkan 12 og 16 frumsýnir HEKLA Volkswagen T6 línuna í nýjum og glæsilegum sýningarsal Volkswagen atvinnubíla við Laugaveg 170 – 174.

Flaggskip Skoda frumsýnt

Nýr Skoda Superb verður frumsýndur á stórsýningu HEKLU laugardaginn 16. janúar frá 12.00 til 16.00. Um er að ræða þriðju kynslóð þessa vinsæla bíls sem kemur úr smiðju skemmtilegu Skoda fjölskyldunnar ...

Nýr Skoda Superb verður frumsýndur á stórsýningu HEKLU laugardaginn 16. janúar frá 12.00 til 16.00. Um er að ræða þriðju kynslóð þessa vinsæla bíls sem kemur úr smiðju skemmtilegu Skoda fjölskyldunnar. Þetta er rúmgóður og fágaður fjölskyldubíll sem er fullkominn í leik og störf og hans hefur verið beðið með ofvæni.

„Nýr Superb er bæði stærri og rúmbetri en áður og nýja hönnunin er mjög falleg og stílhrein. Við höfum fengið margar fyrirspurnir um bílinn og það er mikill spenningur fyrir frumsýningunni,“ segir Gestur Benediktsson, sölustjóri Skoda, sem býst við fjörugum degi. „Við ákváðum að frumsýna hann sama dag og stórsýning HEKLU stendur yfir svo það verður heljarinnar veisla..“

Nýr Superb býr yfir mörgum framsæknum öryggiskerfum. Af öryggisbúnaði má nefna árekstrarvara og rafræna stöðugleikastýringu en Superb er á lista Euro NCAP yfir öruggustu fjölskyldubílana. Einnig er hægt að fá akstursaðstoðarkerfi á borð við fjarlægðartengdan hraðastilli og blindsvæðagreini. Upplýsinga- og afþreyingakerfi í Skoda Superb er til fyrirmyndar og þar ber helst að nefna samskiptatækið SmartLink. Með SmartLink er hægt að spegla skjá snjallsímans á skjá upplýsinga- og afþreyingarkerfisins. Einnig er hægt að nota spjaldtölvu til að stýra völdum aðgerðum í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu með nýja Command smáforritinu. Skoda Superb kemur með nýrri kynslóð véla og hægt er að velja á milli bensín- og dísilvéla.

Kynntu þér Skoda Superb næstkomandi laugardag, 16. janúar, milli kl. 12.00 og 16.00 í sýningarsal Skoda að Laugavegi 170-174.

Stórsýning HEKLU

Það verður allsherjar bílaveisla laugardaginn 16. janúar, milli klukkan 12 og 16, þegar stórsýning HEKLU verður haldin í nýjum og glæsilegum salarkynnum við Laugaveg 170 – 174 ...

Það verður allsherjar bílaveisla laugardaginn 16. janúar, milli klukkan 12 og 16, þegar stórsýning HEKLU verður haldin í nýjum og glæsilegum salarkynnum við Laugaveg 170 – 174.

HEKLA tjaldar öllu til og frumsýnir glæsikerruna Skoda Superb sem beðið hefur verið með eftirvæntingu og 567 hestafla sportbílinn Audi RS7. Auk þess verður til sýnis fjölbreytt úrval bíla frá Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi. Má þar nefna Golf-R og Passat Alltrack frá Volkswagen, Mitsubishi Outlander, nýja verðlaunasendibílinn VW Transporter og tengiltvinnbílinn Audi A3 e-tron sem slegið hefur í gegn. Fjöldi annarra fararskjóta verða svo til sýnis og reynsluaksturs og að auki verður hægt að taka snúning í veltibílnum vinsæla.

Árið 2015 var einkar farsælt hjá HEKLU og er stórsýningin ekki síst hugsuð til að sýna afraksturinn. HEKLA seldi rúmlega 3000 bíla, Skoda Octavia var mest seldi bíll ársins 2015 og í öðru sæti var Volkswagen Golf. Að auki voru gerðar gagngerar endurbætur á sýningarsölum og því tilvalið að blása til stórsýningar í nýuppgerðum salarkynnum. En sýningin er einnig til þess fallin að fagna nýju ári og kynna það sem er í boði. Samkvæmt Friðberti Friðbertssyni forstjóra HEKLU er framtíðin björt og fjölmargt á döfinni. „Síðasta ár var gott og 2016 leggst vel í okkur. HEKLA var með yfirburða markaðsstöðu í sölu á vistvænum bílum og við búumst við söluaukningu í þessum flokki á árinu. Við bjóðum upp á níu vistvæna kosti sem samanstanda af rafbílum, tvinnbílum og tengiltvinnbílum og von er á enn fleiri bílum. Á stórsýningunni gefst okkur bæði tækifæri til að sýna nýju salarkynnin sem og það fjölbreytta úrval bíla sem við erum með í boði. Við erum að frumsýna flaggskip Skoda, glæsibílinn Skoda Superb sem við erum afar stolt af, og sportbílinn Audi RS7. Volkswagen Golf-R verður á staðnum en hann er 300 hestafla tryllitæki sem er 4,9 sekúndur í hundraðið. Volkswagen e-Golf er bíll sem við erum líka mjög stolt af en hann var annar tveggja söluhæstu rafbíla landsins í fyrra. Einnig verðum við með pallbílinn Mitsubishi L200 sem hefur fengið frábærar viðtökur. Það verður líf og fjör í hverjum sal,“ segir Friðbert sem hvetur alla til að mæta á stórsýninguna á laugardaginn.

HEKLA afhendir þrjú þúsundasta bíllinn

Á Þorláksmessu afhenti HEKLA þrjú þúsundasta bílinn á árinu. Þórður Björnsson tók við lyklunum að metan- og bensínbílnum Skoda Octavia G-Tec af Gesti Benediktssyni sölustjóra Skoda. Skoda Octavia er í dag mest seldi bíllinn á Íslandi árið 2015 samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu ...

Á Þorláksmessu afhenti HEKLA þrjú þúsundasta bílinn á árinu. Þórður Björnsson tók við lyklunum að metan- og bensínbílnum Skoda Octavia G-Tec af Gesti Benediktssyni sölustjóra Skoda. Skoda Octavia er í dag mest seldi bíllinn á Íslandi árið 2015 samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu.

Skoda Octavia fæst með fjölbreyttum aflgjöfum og hægt er að velja á milli bensínbíls, dísilbíls og tvinnbílsins G-Tec sem er jafnvígur á metan og bensín. Helsti ávinningur af metanbílum er eldsneytisparnaðurinn en metan er eitt ódýrasta eldsneyti sem um getur. Í Skoda Octavia G-Tec sameinast kostir metans og bensíns þar sem hann nýtir íslenska orku og lækkar eldsneytiskostnað um allt að 35%. Hann hefur einnig mikla drægni, eða allt að 1300 km á áfyllingu og hentar því vel fyrir fólk á faraldsfæti.

„Skoda G-tec hefur átt miklum vinsældum að fagna frá því að hann var kynntur til leiks í vor enda frábær fyrir þá sem sækjast eftir umhverfisvænum og sparneytnum fararkosti. Kostir Skoda G-Tec eru fjölmargir. Hann er hljóðlátur og öruggur í akstri og heildstæður öryggispakki bílsins fékk 5 stjörnur í Euro NCAP árekstraprófunum. Skoda Octavia G-Tec er bíll sem hefur reynst viðskiptavinum okkar afar vel og það er mikil ánægja með hann. Metan er bæði umhverfis- og kostnaðarvænn eldsneytisgjafi og svo má líka leggja bílnum frítt í stæði,“ segir Gestur Benediktsson, sölustjóri Skoda.