Fara í efni

Fréttir

Rafmögnuð stórsýning

Komdu og sjáðu þá nýjustu frá Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi þar sem frumsýningar, kynningar og forsölur verða allsráðandi.

Á boðstólnum verður ilmandi kaffi frá Kaffitár og svalandi ís frá Skúbb.

  • Nýr Audi e-tron 50 er sérstaklega glæsilegur rafbíll með yfir 300 km. drægni og hefur slegið í gegn á Íslandi verður frumsýndur ásamt splunkunýjum, glæsilegum og sívinsælum A1
  • Nýr Volkswagen e-up! var að lenda á Íslandi, hann er ódýrasti rafbíllinn, dregur allt að 260 kílómetrum og verður frumsýndur á Stórsýningunni. Einnig kynnir Volkswagen nýja línu T6.1 atvinnubíla sem slegið hefur í gegn um allan heim.
  • Nýr Skoda Superb er kominn til landsins og verður frumsýndur á laugardaginn en nýverið hófst forsala á Superb iV sem er fyrsti tengilvinnbíllinn (Plug in Hybrid) frá Skoda.
  • Tengiltvinnbíllinn Mitsubishi Outlander PHEV hefur notið mikilla vinsælla síðustu misseri og á því er ekkert lát.

HEKLA býður einstaklega gott úrval vistvænna bíla.

  • Rafmagnsbílar nefnast þeir bílar sem ganga eingöngu fyrir rafmagni. Rafbílar eru jafn auðveldir og þægilegir í notkun og hefðbundnir jarðefnaeldsneytisbílar en mun umhverfisvænni því þeir ganga fyrir hreinni íslenskri orku. Þú sparar allt bensínið og getur nýtt þér símann til að ylja þér og bílnum á morgnana.
  • Metanbílar henta sérlega vel til umhverfisvænna og hagfelldra orkukerfisskipta í samgöngum á Íslandi. Metangas er að jafnaði 25-35% ódýrara eldsneyti en bensín og með notkun á íslensku metangasi er dregið verulega úr því magni af koldíoxíði sem annars færi í andrúmsloftið við urðun.
  • Tengiltvinnbílar (plug in hybrid) eru tvíorkubílar sem hægt er að stinga í samband við hreina íslenska raforku en ganga fyrir bæði rafmagni og bensíni eða rafmagni og dísilolíu. Meðalrafmagnsdrægni tengiltvinnbíla HEKLU sjá meðalmanneskju í umferðinni á Íslandi fyrir allri daglegri notkun þar sem meðalakstur er um 35 kílómetrar á dag.

Komdu og mátaðu þinn uppáhaldsbíl!

Hlökkum til að sjá þig!

SKOÐA VIÐBURÐ Á FACEBOOK

Nýr samstarfsaðili Heklu í Reykjanesbæ

Nýr samstarfsaðili Heklu hf. í Reykjanesbæ, Bílakjarninn, hefur tekið að störfum. Bílakjarninn keypti húsnæði Heklu í Reykjanesbæ og verður starfsemin því áfram til húsa að Njarðarbraut 13 í Reykjanesbæ þar sem Hekla hefur verið með umboð og verkstæði síðustu 20 ár. 

Í húsnæðinu að Njarðarbraut er öll aðstaða til fyrirmyndar en nýlega var verkstæðið uppfært með nýjum lyftum og verkfærum sem nýtast atvinnubílum sérstaklega vel. Eftir sem áður verður hægt að nálgast þjónustu fyrir öll vörumerki Heklu, Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi. Einnig mun sami aðili sjá um sölu nýrra bíla frá Heklu auk þess sem fjölbreytt úrval notaðra bíla verður á staðnum. Afgreiðslutími er alla virka daga frá kl. 08:00 – 17:00. Nú þegar geta eigendur Heklu bíla bókað tíma í þjónustu í síma: 421 2999.

„Það er okkur sönn ánægja að kynna nýjan samstarfsaðila í Reykjanesbæ og þá sérstaklega þegar viðskiptavinir Heklu geta áfram leitað á sama stað. Við hlökkum til samstarfsins, einnig er vert að minnast á að samstarfsaðilar okkar geta nýtt sérþekkingu okkar tæknimanna sem og bifvélavirkja sem og reglulega eru gerðar úttektir til að passa upp á alla staðla“, segir Friðbert Friðbertsson forstjóri Heklu.

„Við erum mjög ánægð með kaup okkar á húsnæði Heklu í Reykjanesbæ en ljóst er að húsnæðið er til fyrirmyndar sem og öll aðstaða. Við munum þjónusta vörumerki Heklu með natni og vonandi verður samstarfssamningur til þess að gleðja þá sem áður hafa leitað til Heklu í Reykjanesbæ. Einnig er gaman að segja frá því að við höfum fengið til liðs við okkur Erling R. Hannesson sem sölustjóra og er það mikill fengur fyrir okkur að fá eins reyndan mann og hann til þess að leiða söluna“, segir Sverrir Gunnarsson, framkvæmdarstjóri.

http://bilakjarninn.is

Frumsýnum grjótharðan nýjan L200 pallbíl

Laugardaginn 16. nóvember verður sjötta kynslóð Mitsubishi L200 frumsýnd í Mitsubishi salnum að Laugavegi 170 – 174 og stendur frá kl. 12 – 16.

L200 byggir á rúmlega 40 ára grunni sem hófst með tilkomu pallbílsins Forte árið 1978 og á vegferð sinni hefur L200 sett viðmiðin hvað öryggisbúnað varðar. Hann var fyrsti pallbíllinn með veggripsstýringu, hemlunaraðstoð (Brake Assist) og merkjakerfi neyðarstöðvunar sem lætur aðra ökumenn vita um hættu í aðsigi.

Það var því ekki gefinn neinn afsláttur þegar kom að sjöttu kynslóðinni. Kappkostað var að gera nýju kynslóðina magnaða og hönnunin var unnin eftir kröfum viðskiptavina um harðgerðan, traustan og kraftmikinn pallbíl. Útkoman er grjóthart útlit og uppfært fjórhjóladrif með nýju “Off Road Mode” og “Hill Descent Control” kerfi. Nýr L200 er með nýja 2.2l. 16 ventla MIVEC-dísilvél sem er innan innan marka Euro 6d-TEMP, reglugerðar um nýja útblástursstaðla í Evrópu, nýja sex gíra sjálfskiptingu, uppfærðan undirvagn, bremsur og nýja fjöðrun. Dráttargeta L200 er 3000-3100 kg, hann er 150 hestöfl og togar 400 Nm. 

Staðalbúnaður í L200 er betri en í hágæða stallbaki. Samlæsing með lyklalausu aðgengi, rafdrifnar rúður að framan og aftan, hitaðir og rafdrifnir hliðarspeglar með framúrskarandi útsýni í öllum veðrum, hituð leðursæti og tveggja svæða loftræsting. Úrval aukahluta hefur aukist og meðal nýrra öryggiskerfa má nefna akreinavara (Lane Departure Warning system), árekstravara að framan (Forward Collision Mitigation – FCM), viðvörun um umferð fyrir aftan – Rear Cross Traffic Alert og UMS-kerfi sem dregur úr mishröðun. Þessi kerfi eru gæðastimplar í pallbílaheiminum. 

L200 er með fjórar stjörnur í Euro NCAP og hlaut nýverið Carbuyer verðlaunin sem besti pallbíllinn, þriðja árið í röð. 

Nánari upplýsingar um nýja L200 er að finna hér.

HEKLA í fyrsta sæti í sölu vistvænna ökutækja 2019

Hekla hefur lengi verið leiðandi þegar kemur að úrvali vistvænna ökutækja og áherslur fyrirtækisins endurspeglast glögglega í sölutölum það sem af er árs 2019. Þar er Hekla fremst í flokki með 732 seldar vistvænar bifreiðar á árinu og samtals með 37.14% markaðshlutdeild á þessum sívaxandi markaði. 

Til að bæta um betur er vinsælasta bíl landsins svo að finna í röðum Heklu. Mitsubishi Outlander PHEV hefur sannarlega slegið í gegn síðustu misseri og á því eru engar breytingar. Þessi vinsæli bíll gefur í og eykur enn forystu sína sem mest seldi tengiltvinnbíll ársins 2019 með 372 nýskráða slíka, eða 36,5% markaðshlutdeild. Í ofan á lag heldur hann áfram sigugöngu sinni sem mest seldi bíllinn þvert á orkugjafa til einstaklinga á árinu.

Það er svo Volkswagen sem er með flestar nýskráningar á einstaklingsmarkaði í mánuðinum, 59 talsins eða 13,85% hlutdeild. Þessa glæsilegu tölu má rekja til fjölda e-Golf afhendinga í mánuðinum en sala þeirra hefur gengið einkar vel, ekki síst eftir auglýsta verðlækkun nú í haust. Í heildina voru 111 rafbílar nýskráðir í októbermánuði - þar af 52 eintök af Volkswagen e-Golf sem þýðir að 47% af öllum nýskráðum rafbílum í mánuðinum voru e-Golf.

„Það er óhætt að segja að íslenskir bifreiðaeigendur fylgist vel með úrvalinu hjá Heklu, ekki síst þegar kemur að vistvænum bílum. Við höfum verið þar í fararbroddi um árabil og þekkjum þennan markað betur en flestir. Góð sala Mitsubishi Outlander PHEV heldur svo áfram, sem er gleðiefni og Volkswagen e-Golf slær í gegn,“ segir Friðbert Friðbertsson forstjóri Heklu.

Meðal annarra gleðilegra frétta fyrir Heklu má nefna að fyrirtækið nær 2. sætinu á markaði einstaklinga og fyrirtækja á árinu með 18,6% hlutdeild og bætir við sig frá fyrri mánuði. Volkswagen Atvinnubílar eru í 3. sæti í nýskráningum sendibíla í mánuðinum með 16,5% hlutdeild, en leiða enn heildarmarkaðsendibíla það sem af er ári með 18% hlutdeild.

 

Frí vetrarskoðun!

Er bíllinn tilbúinn fyrir veturinn?
Fyrir veturinn er mikilvægt að hafa bílinn í góðu standi.

HEKLU-bílar frá Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi fá fría sjö punkta vetrarskoðun hjá sérfræðingum okkar á Laugavegi.*

Þú getur bókað tíma hér.

Á boðstólnum er kaffi og kleinur á meðan þú bíður eftir bílnum eða skellir þér í reynsluakstur. Hefur þú til dæmis prófað rafmagnsbíl?

Þú færð 15% afslátt af bremsuhlutum, smurþjónustu og þurrkum eftir vetrarskoðunina.

Innifalið í 7 punkta vetrarskoðun er:
• Ástandsskoðun á bremsum.
• Dekkjamæling (mynstur og loft).
• Skoðun á ljósabúnaði.
• Þurrkur athugaðar.
• Frostþol kælikerfis og rúðuvökva athugað.
• Smurt í lamir og læsingar.
• Ástand rafgeymis mælt.

Hlökkum til að sjá þig!

*Gildir út nóvember 2019.

Takk Vestmannaeyjar!

Í tilefni af fádæma vinsældum Mitsubishi Outlander PHEV í Vestmannaeyjum slær Mitsubishi ásamt Nethamri upp í grill laugardaginn 19. október milli klukkan 12:30 og 16:00 hjá Nethamri, Garðavegi 15. Á boðstólum verða grillaðar pylsur og meðlæti og er öllum boðið.

Hinn rafknúni Mitsubishi Outlander PHEV bíllinn hefur svo sannarlega slegið í gegn í Vestmannaeyjum. Að jafnaði seljast tveir Outlander PHEV á mánuði til Vestmannaeyja og alls eru nú skráðir 77 bílar í Vestmannaeyjum og ekkert lát á vinsældunum. Ef Mitsubishi Outlander PHEV bílafloti Vestmannaeyinga æki 5.000 km á ári gætu sparast vel yfir tuttugu tonn af eldsneyti á ári miðað við akstur á stórum bensín- eða hybridjeppling með 7,5 l./100km eyðslu. Það sem gerir Outlander PHEV einstaklega hentugan í Vestmannaeyjum er sú staðreynd að daglegur akstur er í flestum tilvikum undir 40 kílómetrum sem gerir fólki kleift að aka nánast alfarið á rafmagnshleðslu, sem er bæði umhverfisvænt og hagkvæmt auk þess sem íslensk orka er nýtt í stað þess að reiða sig á innflutta orkugjafa.

Outlander PHEV verður ekki eini bílinn á staðnum heldur mætir öll fjórhjóladrifna Mitsubishi fjölskyldan til Vestmannaeyja. Hörkutólið L200 sem slegið hefur í gegn hjá ævintýragjörnum veiðimönnum er á staðnum auk þess sem kynntir verða til leiks nýjustu fjölskyldumeðlimir Mitsubishi fjölskyldunnar. Eclipse Cross kemur í fyrsta skipti til Eyja en hann var hannaður til sigurs og hefur rakað að sér verðlaunum ásamt sportjeppanum ASX, sem var frumsýndur í lok september.

 Við hlökkum til að sjá sem flesta í Mitsubishi grillinu í Vestmannaeyjum.

- Starfsfólk Mitsubishi og Nethamars

 

Náðu á toppinn þinn

Ingvar Ómarsson atvinnumaður í hjólreiðum verður með skemmtilegan fyrirlestur í Skoda salnum,  hjá Heklu Laugavegi 172,  fimmtudaginn 10. október. Húsið opnar 17.00 og Ingvar stígur á stokk stundvíslega klukkan 17.30.

Ingvar mun miðla reynslu sinni af fjölmörgum keppnum og viðburðum um allan heim. Einnig mun hann gefa ráðleggingar sem gagnast vel öllum þeim sem stefna á að taka þátt í hjólreiðamótum.

Ef þú hefur áhuga á hjólreiðum þá er þessi viðburður fyrir þig!

Allir velkomnir og léttar veitingar í boði.

Skoða viðburð á Facebook

Helgarfjörið

Fjöldi fólks lagði leið sína til Heklu um helgina þar sem haustinu var fagnað og fimm nýir bílar frumsýndir. Á boðstólnum voru ristaðar möndlur og kaffi sem setti svo sannarlega tóninn og kallaði fram sannkallaðan haustilm.

„Það var sérstaklega skemmtilegt að sjá hver margir sáu sér fært að líta við hjá okkur á laugardaginn þegar við frumsýndum fimm nýja bíla hjá Heklu. Stemningin var góð og greinilegt að það eru margir í bílahugleiðingum fyrir veturinn. Möndlu- og kaffiilmur umlukti húsið um helgina og setti tóninn fyrir komandi tíð sem við tökum fagnandi á móti,“ segir Friðbert Friðbertsson forstjóri Heklu.

Volkswagen kynnti nýjan Passat GTE sem er tengiltvinnbíll og hefur verið beðið síðan eldri útgáfan seldist upp fyrir nokkrum mánuðum. Helsta breytingin er að raforkudrægnin hefur aukist um 30% og hentar hann núna enn betur þeim sem vilja keyra á raforkunni eingöngu. Hann er líka enn snjallari og kemur með nýrri útgáfu af stýrikerfi en áður þar sem meðal annars er hægt að ræsa bílinn með snjallsíma í stað hefðbundins lykils.

Nýr sportjeppi átti sviðið hjá Audi þegar Audi Q5 TFSI e var kynntur en hann er einmitt líka tengiltvinnbíll og dregur allt að 40 km. á rafmagninu. Hann er með fyrirferðalítið hleðslukerfi og hlaðinn tæknibúnaði sem veitir aukin þægindi og styður við sparneytinn akstur.

Mitsubishi kynnti 2020 árgerðina af tengiltvinnbílnum Outlander PHEV sem slegið hefur í gegn síðustu mánuði en í honum kemur meðal annars nýtt og endurbætt hljóðkerfi. Einnig tefldu þeir fram ASX sem er nettur og sprækur sportjeppi sem hefur fengið glæsilega andlitslyftingu í takt við nýja línu Mitsubishi.

Þá nýtti Skoda tækifærið og frumsýndi metanbílinn Octavia G-Tec sem er kominn með nýju sniði. Stærsta breytingin á Octavia G-Tec er að nú kemur hann með tveimur metantönkum sem tryggir lengri drægni á innlendri orku.

 

Fimmföld frumsýning á Hausthátíð HEKLU!

Haustið er tími breytinga og það eru sannarlega spennandi tímar framundan hjá Heklu. Til að gera þeim skil blæs Hekla til hausthátíðar laugardaginn 21. september frá 12 til 16. Á hausthátíðinni frumsýnir Hekla fimm nýja bíla og í takt við vistvænar áherslur Heklu eru þar á meðal þrír brakandi nýir tengiltvinnbílar sem ganga fyrir bæði rafmagni og bensíni, sem og metanbíll.

Beðið hefur verið eftir tengiltvinnbílnum Volkswagen Passat GTE síðan í byrjun árs og loks er biðin á enda. Nýr og endurbættur Passat GTE sameinar kosti rafmagnsbíla og bíla sem knúnir eru með bensíni. Tengiltvinndrifið fer hljóðlaust í gang á raforkunni einni saman en drægnin hefur aukist um 30% sem hentar þá ennþá betur að aka eingöngu á rafmagni í hefbundnum akstri Íslendinga. Til viðbótar kynnir Volkswagen nýja útgáfu af stýrikerfi sem er aðgengilegt með WE snjallsímaforritun og nú í fyrsta skiptið möguleiki að fá aðgengi að bílnum og ræsa með snjallsíma í stað hefðbundins lykils. 

Audi kynnir nýjasta rafknúna ökutækið; kraftmikinn, sparneytinn og þægilegan Q5 í tengiltvinnútgáfu. Audi Q5 TFSI e er 376 hestöfl, og dregur allt að 40 km á rafmagninu. Hann er með fyrirferðalítið hleðslukerfi og hlaðinn tæknibúnaði sem veitir aukin þægindi og styður við sparneytinn akstur. Kraftmikið og hrífandi ytra útlit Audi Q5 TFSI e fellur vel inn í fólksjeppahönnun Audi og 18 tommu felgur, sem eru staðalbúnaður, með fimm arma túrbínuútliti styðja við þetta yfirbragð.

Mitsubishi frumsýnir tvo nýja bíla; sportjeppann ASX og hinn geysivinsæla tengiltvinnbíl Outlander PHEV 2020. Í 2020 árgerðinni af Outlander PHEV er stærra og öflugra stafrænt útvarp, nýtt og endurbætt hljóðkerfi en bíllinn býðst áfram á sama grunnverðinu. ASX hefur fengið glæsilega andlitslyftingu í stíl við nýjar og skarpar hönnunarlínur Mitsubishi og hann er einnig aflmeiri en áður. Vélin hefur stækkað úr 1.6 í 2.0 l. vél, hann er nú 150 hö í stað 122 hö og dráttargetan hefur aukist um 100 kg og er nú 1300 kg.

Skoda nýtir tækifærið og frumsýnir formlega metanbílinn Octavia G-Tec með nýju sniði. Metanknúna útgáfan er jafnglæsileg, rúmgóð og snörp og þær bensínknúnu en uppfærður G-Tec er með tvo metantanka sem tryggir lengri drægni á innlendri orku. Octavia G-Tec tryggir fjölskyldum og fyrirtækjum frábæran vistvænan kost.

Auk frumsýningastjarna dagsins verður 20% afsláttur af öllum aukahlutum hjá Heklu og glæsilegir bílar prýða sali Heklu í hólf og gólf. Það verða léttar veitingar í boði ásamt rjúkandi kaffi frá Kaffitári og allir eru velkomnir.

„Við fylgjum eftir frábærlega vel heppnaðri bílasýningu í Frankfurt og fögnum haustinu með fimm frumsýningum næstkomandi laugardag. Nýjungar einkenna haustið 2019 en á dögunum frumsýndi Volkswagen nýjan ID.3 ásamt nýju vörumerki með pompi og prakt á bílasýningunni sem er sú stærsta í heiminum. Öll merki Heklu eru með spennandi nýjungar á döfinni og mikið að gerast í bílaheiminum þessi misseri. Frábært er að sjá haustið fara vel af stað eftir rólegt sumar, segir Jóhann Ingi Magnússon vörumerkjastjóri.“

Skoða viðburð á Facebook

 

Ný ímynd Volkswagen

Við tilefni frumsýningar nýrrar framtíðar Volkswagen kynnti Volkswagen nýja ímynd til leiks: „2019 er ár „New Volkswagen“. Umfangsmikil endurskoðun á vörumerkinu er rökrétt afleiðing áherslubreytingarinnar. Nýir tímar hafa í för með sér nýtt upphaf vörumerkisins,“ segir Jürgen Stackmann, stjórnarmaður í sölustjórn Volkswagen-fólksbíla. Endurhönnun vörumerkisins hefur í för með sér stórkostlegt tækifæri til þess að skapa nýtt og sterkt vörumerki í hugum viðskiptavina. Með „New Volkswagen“ er stigið inn í nýja veröld Volkswagen, þar sem tækni og nettenging gerir samskipti við viðskiptavininn gagnadrifin, persónulegri og miklu sérhæfðari. Myndmáli, einkennum fyrirtækisins og samskiptastíl hefur verið breytt í anda nýja vörumerkisins.

Fyrsta bílategundin, ID.3, sem heyrir undir New Volkswagen og nýju vörumerkjahönnunina verður kynnt á IAA-bílasýningunni í Frankfurt. Hönnun þess ökutækis er 100% í samræmi við nýja stefnu Volkswagen. „ID.3 er Volkswagen framtíðarinnar. Hönnunin sem er eðlileg og af fingrum fram fyllir okkur strax bjartsýni,“ segir Klaus Bischoff. „Eðlileg hönnunin og áreynslulausa notendaviðmótið bera vott um nýtt og rafmagnað hugarfar.“

Fólk getur séð afrakstur breytinganna í fyrsta sinn á IAA-sýningunni. Volkswagen-básinn á sýningunni mun veita forsmekkinn af því hvernig Volkswagen mun kynna sig úti um allan heim. Enn fremur mun lógóið, hreyfanlegi ramminn og lýsingin gegna lykilhlutverki hjá söluaðilum. Til þess að lágmarka kostnað söluaðila eins mikið og hægt er verður aðeins komið fyrir nýrri útstillingu utandyra en nýja vörumerkið tryggir aukinn lit, ljós og hlýju í sýningarsali.

Nýja vörumerkið er umfangsmesta endurhönnun á vörumerki fyrirtækis á síðustu árum. Allt í allt varðar breytingin 171 markað. 70.000 lógóum verður skipt út á 10.000 sölu- og þjónustustöðum um heim allan. Sjá einnig upplýsingar í fréttatilkynningum um ökutæki.

Breytingin verður innleidd í nokkrum bylgjum með hjálp hagkvæmniáætlunar. Evrópa ríður á vaðið með breytingarnar og svo Kína í október. Innleiðingin verður svo skref fyrir skref í Norður- og Suður-Ameríku og það sem eftir stendur í byrjun 2020. Um mitt næsta ár verðar breytingunum að fullu lokið.