Fara í efni

Fréttir

Volkswagen ID. 3 frumsýndur

550 km drægni, um 4 milljónir króna, útblásturslaus framtíð Volkswagen

Volkswagen heimsfrumsýndi í gærkvöldi ID.3, fyrsta rafbílinn sem byggir á MEB-einingaframleiðslu, en hann hefur allt að 550 km drægni og kostar um fjórar milljónir íslenskra króna. ID.3 er fyrsta koltvíoxíðshlutlausa Volkswagen bifreiðin og hægt er að fylla á um 290 km drægni á 30 mínútum. Þá er rétt að geta þess að ID.3 hefur meira pláss en nokkur önnur bifreið í sama flokki en einstök rýmishönnun bílsins leggur línurnar fyrir framtíðina. MEB tryggir jafnframt kjördreifingu þyngdar og þá lipru aksturseiginleika sem fylgja afturhjóladrifi. Með tilkomu ID.3 stígur Volkswagen inn í útblásturslausa framtíð.

Á heimasíðu Volkswagen er nú hægt að tryggja sér eitt af fyrstu eintökum ID.3 1st edition sem verður framleiddur í takmörkuðu upplagi eða 30.000 eintökum í Evrópu. Með kaupum á 1st Edition færðu sérstaka viðhafnarútgáfu á undan öðrum. Forsala ID.3 hefur gengið afar vel en til þess að koma á móts við mikla eftirspurn náði Volkswagen á Íslandi að tryggja sér aukaeintök svo enn eru nokkur eintök til.

Miðað við íslenskt gengi þann 9. september 2019 og núverandi ívilnanir mun grunnverð á ID.3 verða innan við fjórar milljónir íslenskra króna. Viðhafnarútgáfan sem er í forsölu núna er ID.3 1st edition og mun kosta í kringum 4.500.000 íslenskra króna.

Nýir tímar með ID.3

Mikilvægt

Hnitmiðað:

 • Heimsfrumsýning: Volkswagen kynnir ID.3, fyrsta rafbílinn sem byggir á MEB-einingaframleiðslunni.
 • Langdrægur: Skalanlegt rafhlöðukerfi sem hefur allt að 550 kílómetra drægni.
 • Hröð hleðsla: Fyllt á um 290 kílómetra drægni (WLTP) á 30 mínútum með 100 kW úttaki.
 • Rafrænn ferðamáti fyrir alla: Grunngerð ID.3 kostar innan við 30.000 evrur í Þýskalandi eða innan við 4.000.000 kr. íslenskar.
 • Sjálfbær ferðamáti: Rafhlaða, aðfangakeðja, framleiðsla – ID.3 verður fyrsta koltvíoxíðshlutlausa Volkswagen-bifreiðin
 • Rafmögnuð framtíðarhönnun: Fyrirferðarlítil bifreið með nýrri hönnun þar sem áhersla er lögð á fullkomið form og lýtalausa fegurð.
 • Byltingarkenndar innréttingar: Meira pláss en í nokkurri annarri biðreið í sama flokki. Einstök rýmishönnun á ID.3 leggur þannig línurnar fyrir framtíðina.
 • Auðskilið kerfi: Aksturinn verður auðveldari en nokkru sinni fyrr – ökumenn vita umsvifalaust hvað er hvað.
 • Frábærir eiginleikar: MEB tryggir kjördreifingu þyngdar og þá lipru aksturseiginleika sem fylgja afturhjóladrifi.
 • Hámarksöryggi: Fjöldi aðstoðarkerfa tryggja hámarksöryggi og þægindi.
 • Nýir tímar í kjölfar Bjöllunar og Golfsins: Með tilkomu ID.3 stígur Volkswagen inn í útblásturslausa framtíð.

Helstu kostir ID.3:

Wolfsburg/Frankfurt, september 2019. Volkswagen og viðskiptavinir eru að stíga inn í nýja tíma af umhverfisvænum ferðamáta og hinn rafdrifni ID.3 var kynntur á IAA-sýningunni 2019. Fyrsti bílinn úr MEB-rafbílalínunni er koltvíoxíðshlutlaus ásamt því að vera einstaklega lipur í akstri líkt og aðrir rafbílar.

Hann er alveg nettengdur og „ID.3 1ST special edition“ hefur allt að 420 kílómetra drægni (WLTP) með þrjár útgáfur af tækjabúnaði. Allar gerðir ID.3 1ST eru búnar vinsælustu rafhlöðunni sem rúmar 58 kWst.

Síðar verða einnig í boði smærri rafhlöður eða 45 kWst með drægni upp á allt að 330 kílómetra og einnig stærri 77 kWst rafhlaða með 550 kílómetra hámarksdrægni. Hröð hleðsla með 100 kW úttaki gerir það að verkum að með hálftíma langri hleðslu á  ID.3 1ST næst u.þ.b. 290 kílómetra drægni (WLTP) sem er talsvert meiri drægni en áður hefur verið möguleg á sams konar bílum.

Volkswagen ábyrgist líftíma ID.3-rafhlaðanna en þær eru tryggðar í átta ár eða að 160.000 kílómetrum.

Það sést á útliti ID.3 að ekki er einungis um nýja gerð að ræða. Framúrstefnuleg hönnunin ber vott um nýja tíma í rafdrifnum ökutækjum og kostir rafdrifinna véla er nýttur þegar kemur að rýmishönnun. Þrátt fyrir að vera svipaður Golf að stærð er innra rými ID.3 mun meira en í nokkrum öðrum bíl í sama flokki.

Grunnverð bílsins verður undir 30.000 evrum í Þýskalandi og mun með tilkomu væntanlegra ríkisstyrkja því standast verðsamanburð við hefðbundna smærri bíla og verður raunhæfur kostur fyrir almenning. Vert að veita því sérstaka athygli að þetta einstaka verð væri ekki í boði nema af því að Volkswagen hefur lagt ríka áherslu á að staðsetja sig á rafbílamarkaði og með því næst aukin hagræðing. ID.3 verður afhentur á Íslandi um mitt næsta ár.

Mitsubishi Eclipse Cross sópar að sér verðlaunum

Nýjasti meðlimur Mitsubishi flotans, Eclipse Cross, er fjórhjóladrifinn jepplingur sem hefur vakið mikla athygli fyrir djarfa og glæsilega hönnun. Eclipse Cross hefur sankað að sér verðlaunum síðan hann var kynntur til leiks á Alþjóðlegu bílasýningunni í Genf árið 2017. Hann var valinn bíll ársins 2019 í Japan, bíll ársins 2019 í Rússlandi, besti innflutti bíllinn í Tævan árið 2018 og svo mætti lengi telja. Eclipse Cross er handhafi alþjóðlegu Good Design verðlaunanna þar sem hann þótti bera af fyrir djarfa og eftirtektarverða hönnun og þess má einnig geta að í Eclipse Cross er öryggið í fyrirrúmi en hann er með fimm stjörnur í árekstrar- og öryggisprófunum Euro NCAP og JNCAP.

Næst er það Kótelettan!

Mitsubishi fagnar sumri og verður á ferð og flugi í allt sumar með Bylgjunni, Gunna Helga og fleiri samstarfsaðilum. Næst mætum við með ferðabílana Outlander PHEV og L200 á Kótelettuna á Selfossi og með í för verða Outlander PHEV, L200 og Eclipse Cross sem gera ferðalagið skemmtilegra.

Rithöfundurinn og leikarinn Gunni Helga er gleðistjóri Mitsubishi og sér um skemmtilegar uppákomur. Það verður nóg um að vera á laugardeginum milli 13.00 og 17.00

 • Ferðabílarnir verða á svæðinu
 • Gunni stjórnar veiðikortaveiði inni í Veiðikofanum
 • Lauflétt getraun
 • 16.30 les Gunni upp úr bókinni sinni Barist í Barcelona.

Á sunnudeginum verður sama dagskrá frá 13.00 - 17.00 nema að við bætist hin æsispennandi bakkkeppni Mitsubishi á pallbílnum og hörkutólinu L200.

Öllum nýjum Mitsubishi bílum fylgja fjölbreyttir aukahlutapakkar að verðmæti 400.000 kr. Pakkarnir eru fimm talsins og passa vel fyrir þá sem ætla að nýta sér sumarið, enda tengjast þeir allir ferðalögum og útivist.

Sumarpakkar Mitsubishi

Ferðasumar Mitsubishi hefst á Sjóaranum síkáta!

Mitsubishi fagnar sumri og verður á ferð og flugi í allt sumar með Bylgjunni, Gunna Helga og fleiri samstarfsaðilum. Fyrsti áfangastaðurinn af fjölmörgum bæjarhátíðum landsins er Sjóarinn síkáti í Grindavík og með í för verða Outlander PHEV, L200 og Eclipse Cross sem gera ferðalagið skemmtilegra. Rithöfundurinn, leikarinn og gleðigjafinn Gunni Helga verður í broddi fylkingar og sér um skemmtilegar uppákomur. Má þar nefna nýjungina veiðikortaveiði, hina æsispennandi bakkkeppni Mitsubishi, getraun og upplestur úr nýjustu bók hans - Barist í Barcelona.

Af þessu tilefni býður Mitsubishi fjölbreytta aukahlutapakka að verðmæti 400.000 með öllum nýjum bílum frá Mitsubishi. Pakkarnir eru fimm talsins og passa vel fyrir þá sem ætla að nýta sér sumarið, enda tengjast þeir allir ferðalögum og útivist. Um er að ræða ferðapakka, veiðipakka, sportpakka, hjólapakka og fjallapakka. Meðal þess sem pakkarnir innihalda eru aukahlutir frá Mitsubishi að eigin vali, Thule ferðabox og töskur, hleðslukort hjá Ísorku og gjafakort hjá Víkurverk, GG Sport, Veiðiflugum, Erninum og Stillingu.

„Það hafa allir beðið spenntir eftir sumrinu eftir dapurlegt veðurfar í fyrra og við hjá Mitsubishi ætlum að nýta okkur það út í ystur æsar,“ segir Björn Gunnlaugsson vörumerkjastjóri Mitsubishi. „Bílarnir okkar eru frábærir í ferðalögin svo okkur fannst kjörið að kortleggja bæjarhátíðir landsins og mæta sjálf á sem flestar þeirra. Við verðum með húsbíl í eftirdragi og fáum sjálf að upplifa það að ferðast á Outlander PHEV, L200 og Eclipse. Það er mikil eftirvænting í hópnum og við hlökkum til að hefja leikinn á Sjóaranum síkáta,“ segir Björn sem hvetur fólk til að kynna sér ferðaáætlunina og aukahlutapakkana sem eru í boði á heimasíðu Mitsubishi.

JóiPé, Króli og pylsupartí á Skoda daginn!

 Skoda dagurinn verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 25. maí milli kl. 12 og 16 í höfuðstöðvum Skoda við Laugaveg 174 þar sem boðið verður upp á grillaðar pylsur, svaladrykki og andlitsmálningu. Tónlistarmennirnir JóiPé og Króli taka nokkur vel valin lög og salurinn okkar verður fullur af skemmtilegum Skoda bílum.

Jepplingabræðurnir Kodiaq og Karoq láta sig ekki vanta en þeir hafa slegið í gegn með útliti sem tekið er eftir og aksturseiginleikum sem gera lífið skemmtilegra.

Nýjasta útfærslan af þriðju kynslóð Skoda Fabia er komin til landsins og verður til sýnis. Skemmtilegar breytingar hafa verið gerðar á þessum spræka borgarbíl sem er orðinn enn rúmbetri og aksturs- og öryggiskerfum hefur fjölgað. Hönnun á ytra útlit hefur einnig verið uppfærð og Fabia skartar nú LED ljósum að framan og aftan og bæði ljós og grill hafa fengið andlitslyftingu.

Stjarnan okkar, vinsæli fjölskyldubíllinn Skoda Octavia, fagnar 60 árum á árinu og henni fylgir sérstakur afmælispakki sem má skoða nánar hér að neðan.

https://www.hekla.is/is/um-heklu/frettir/skoda-octavia-er-60-ara-og-thu-faerd-pakka

SKODA er til húsa að Laugavegi 170-174 og opið verður frá 12 til 16 á laugardaginn. Allir velkomnir!

Volkswagen dagurinn

Auk frumsýningar á nýjum T-Cross kemur Sara Björk, landsliðskona og tvöfaldur Þýskalandsmeistari, í heimsókn og áritar myndir milli kl. 12 og 14 ásamt því að setja af stað skemmtilegan boltaleik fyrir krakkana þar sem hægt er að vinna til skemmtilegra verðlauna. Vel valdir bílar verða á sérstöku súperverði og veltibíllinn sívinsæli fer hring eftir hring.

Tæknimenn okkar verða á staðnum og svara öllum spurningum um hinn alrafmagnaða ID. 3 sem er nýbyrjaður í forsölu en er þó að seljast upp um allan heim. Gestum og gangandi bjóðum við upp á vöfflur, kaffi og svalandi drykki. Komdu og gerðu þér glaðan Volkswagen dag með okkur. Hlökkum til að sjá þig.

Skoða viðburð á Facebook

Forsala ID

Mitsubishi fagnar sumri!

Laugardaginn 27. apríl ætlar Mitsubishi að hylla komandi sumar með heljarinnar hátíðarhöldum sem haldin verða í Mitsubishi salnum Laugavegi 172 frá klukkan 12 til 16.

Veislustjóri er enginn annar en Gunni Helga, rithöfundur, leikari og veiðimaður. Boðið verður upp á stútfulla dagskrá þar sem veislutjórinn stjórnar skemmtilegum sumarleikjum fyrir unga sem aldna. Sex heppnir krakkar fá áritað eintak af nýjustu bók Gunna Helga, Barist í Barcelona. Einn af hápunktum dagsins verður svo bakkkeppni á hörkutólinu Mitsubishi L200 þar sem heiður og bikar eru að veði 

Auk Gunna verða á svæðinu Vargurinn Snorri Rafnsson sem mætir á sérútbúna L200 Vargsbílnum sínum og kynnir hörkutilboð á L200. Sjónvarpsmaðurinn Eggert Skúlason úr Sporðaköstum kynnir þættina sína og segir veiðisögur.

Salurinn opnar klukkan 12.00 og honum verður skipt niður eftir áherslum. Þannig fagnar Mitsubishi leikjasumrinu með krökkum á öllum aldri þar sem Gunni Helga leiðir leiki og almenn skemmtilegheit og les upp úr nýjustu bókinni sinni. Þau börn sem taka þátt í laufléttri getraun geta átt möguleika á að vinna bókina en dregið verður úr potti á hálftíma fresti. Við hefjum veiðisumarið í sér rými þar sem Vargurinn og Eggert Skúlason ráða ríkjum og segja veiðisögur. Tilboð verður á veiðikortinu sem veitir leyfi til veiði í 34 vötnum allt í kringum landið. Veiðiflugur kynna íslenskan veiðibúnað og Baldur Hermannson fluguhnýtari verður á staðnum. Ferðalög og útivist leika aðalhlutverkið í stóra salnum okkar þar sem Outlander PHEV og útivistarbúnaður af öllu tagi koma saman frá Víkurvögnum, Útilífi, Erninum og Stillingu auk þess sem Ísorka kynnir hleðsluþjónustu sína við ferðalanga.

Ýmis tilboð verða á fjölhæfum bílum í ferðalagið ásamt viðlegu- og veiðibúnaði og allir krakkar fá sumargjafir og ís. Viðburðurinn stendur frá klukkan 12 til 16 og allir eru velkomnir.

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

Vegna innköllunar á Takata öryggispúðum í Mitsubishi bílum

Hekla hf. hefur kallað inn Mitsubishi bíla með Takata öryggispúða til viðgerðar. Innköllunin nær til eftirarandi bifreiða með Takata öryggispúðum: Mitsubishi Lancer árgerð 2003 til 2008, Mitsubishi L200 árgerð 2007-2016, Mitsubishi Pajero árgerð 2007 – 2017 og Mitsubishi i-MiEV árgerð 2010-2013.

Hættan felst í að við árekstur sem er nógu harður til að öryggispúðinn eigi að blása út, geta málmflísar úr púðahylkinu losnað og valdið meiðslum á farþega. Ekki hefur borist tilkynning um að þessi bilun hafi orðið í bílum frá Mitsubishi. Fyrrgreind bilun í bílum, sem eru með öryggispúða frá sama framleiðanda hefur einungis átt sér stað þar sem hita- og rakastig er mjög hátt.

Öryggi ökumanna og farþega er okkur gríðarlega mikilvægt og er þessi innköllun nauðsynleg varúðarráðstöfun til þess að gæta fyllsta öryggis. Viðgerðin sem er bíleigendum að kostnaðarlausu hjá öllum viðurkenndum Mitsubishi þjónustuverkstæðum, tekur um það bil tvær klukkustundir felst í því að skipt er um loftpúðahylki.

Hafir þú frekari spurningar varðandi þessa innköllun eða villtvita hvot þessi innkölun eigi við um þinn bíl, vinsamlegast hafðu samband í gegnum netfangið: upplysingar@hekla.is eða í síma 590 5030.

Skoda Octavia er 60 ára og þú færð pakka!

Það var árið 1959 sem vinsæli fjölskyldubíllinn Skoda Octavia leit fyrst dagsins ljós. Á þeim 60 árum sem liðin eru hefur þessi margverðlaunaði bíll verið seldur í næstum 6.5 milljónum eintaka - geri aðrir betur.

Í tilefni stórafmælisins bjóðum við þennan vinsæla fjölskyldubíl með fríum afmælispakka sem inniheldur aukabúnaði sem gerir aksturinn enn skemmtilegri.

Í afmælispakkanum leynist:

 • Climatronic miðstöð
 • Hiti í stýri
 • Hiti í framrúðu
 • Fjarlægðartengdur hraðastillir
 • Krómpakki

Verðmæti pakkans er 320.000 kr.

Komdu og prófaðu Octaviu og finndu út hvað það er sem gerir hana svona einstaka. Hlökkum til að sjá þig!

 

Samstarf HEKLU og Emmsjé Gauta

Í kjölfar frétta um úrskurð Neytendastofu varðandi samstarf Emmsjé Gauta og HEKLU í tengslum við Audi Q5 bifreið sem Gauti hefur á rekstrarleigu vill Hekla hf. árétta að hvort tveggja Hekla og Emmsjé Gauti notuðu myllumerkið #audi_island í öllum færslum í góðri trú um að með því væri verið að fara að leiðbeiningum Neytendastofu um auðþekkjanlegar auglýsingar. Frá því að Heklu barst fyrst erindi Neytendastofu hefur myllumerkinu #AudiSamstarf verið bætt við allar færslur og nýlega einnig myllumerkið #AudiAuglýsing. Þar að auki birtu báðir aðilar tilkynningu þess efnis í upphafi samstarfs með það í huga að það væri greinilegt að um samstarf væri að ræða. 

Hekla hf. biðst velvirðingar á þessu og mun gera betur í framtíðinni. 

#audi_island #audiauglysing #audisamstarf #hekla #heklubill