Fara í efni

Fréttir

Mitsubishi Eclipse Cross - hannaður til sigurs!

Jepplingurinn Mitsubishi Eclipse Cross var nýverið valinn bíll ársins 2019 af helstu bílasérfræðingum Japans. Verðlaunin eru veitt af RJC (Automotive Researcher´s and Journalist´s Conference of Japan), samtökum sérfræðinga og blaðamanna bílaiðnaðarins þar í landi sem hafa verið starfrækt síðan 1990. Þessi virtu verðlaun eru veitt af dómnefnd sérfræðinga RJC og sigurvegarinn er valinn úr hópi allra japanskra bílategunda sem koma á markað innanlands á tímabilinu 1. nóvember 2017 og 31. október 2018. Haft var eftir dómnefndinni að Eclipse Cross státaði af frábærri samþættingu glæsilegrar hönnunar og einstakra aksturseiginleika

Að innan sem utan vekur Eclipse Cross athygli fyrir djarfa og glæsilega hönnun. Ytra útlit sker sig út með vel heppnaðri blöndu fólksbíls og jeppa og innanrými er einstaklega glæsilegt. S-AWC fjórhjóladrifið er aðalsmerki Mitsubishi sem gefur einstaka aksturseiginleika og tryggir öryggi með mismunandi akstursstillingum sem henta ólíkum aðstæðum. Eclipse Cross er snjallsímavænn með þægilegum stjórnbúnaði og stórum LCD upplýsingaskjá og staðalbúnaður bílsins inniheldur flest það sem hugurinn girnist.

Þetta eru ekki einu hönnunarverðlaunin sem Eclipse Cross hefur öðlast en hann er handhafi alþjóðlegu Good Design verðlaunanna þar sem hann þótti bera af fyrir djarfa og eftirtektarverða hönnun. Þess má einnig geta að í Eclipse Cross er öryggið í fyrirrúmi en hann er með fimm stjörnur í árekstrar- og öryggisprófunum Euro NCAP og JNCAP.

Um þessar mundir er 300.000 kr. kjarakaupaafsláttur af Eclipse Cross sem gildir til 15. febrúar en honum fylgir einnig tveggja ára þjónustuskoðun.

Eclipse Cross á Kjarakaupum

Meira um Eclipse Cross

Sýningarsalur nýrra bíla: www.hekla.is/vefverslun

 

Besta ár í sögu sölu Audi bíla á Íslandi

Annað árið í röð hefur  Audi slegið sölumet sitt en frá því að innflutningur hófst á Audi bílum hafa aldrei selst fleiri bílar á einu ári en á árinu 2018. 305 Audi bílar seldust á árinu og þar af 294 til einstaklinga og fyrirtækja sem gerir Audi að mest selda þýska lúxusbílamerkinu á einstaklingsmarkaði.

53,3% allra seldra bíla hjá HEKLU árið 2018 eru í flokki vistvænna bíla  en þegar aðeins er litið til Audi var 65% af allri sölu merkisins á árinu 2018 tengiltvinnbílar. Félagarnir A3 e-tron og Q7 e-tron áttu stærstan hlut í því en þeir ganga báðir fyrir rafmagni og bensíni – og dísil. Audi tengiltvinnbílar eru með langa drægni, frábæra aksturseiginleika og aðstoðarkerfi fyrir ökumann, þeir eru umhverfisvænir og fullkomnir fyrir fólk á ferðinni.

Miklar væntingar eru til Audi á nýju ári en meðal nýjunga má nefna Audi e-tron quattro sem forsýndur var í desembermánuði. Þar er á ferðinni fyrsti al-rafmagnaði fjöldaframleiddi Audi bíllinn og um er að ræða fjórhjóladrifinn jeppa með drægni yfir 400 kílómetra samkvæmt nýju WLTP mælingarstöðlunum. Spennan hefur verið mikil og nú þegar hafa hátt í hundrað manns forpantað bílinn sem kemur til Íslands á vormánuðum 2019.

Opnunarsýning Kjarakaupa HEKLU laugardaginn 5. janúar 2019

Árið 2019 fer af stað með frábærum kjörum á nýjum bílum hjá HEKLU. Komdu og skoðaðu úrvalið, prófaðu þann rétta og gerðu kjarakaup ársins.

HEKLA bíður nú úrval nýrra bíla á sérstökum kjaraupum og blæs að því tilefni til sýningar milli klukkan 12:00 og 16:00 laugardaginn 5. janúar 2019 í húsakynnum sínum að Laugavegi 170 - 174. Líttu við, skoðaðu úrvalið og hver veit nema þú byrjir árið á nýjum bíl frá HEKLU.

Hægt er að skoða úrval kjarakaupabíla á sýningasal okkar á netinu: www.hekla.is/kjarakaup

Opnunarsýning Kjarakaupa HEKLU laugardaginn 5. janúar

Árið 2019 fer af stað með frábærum kjörum á nýjum bílum hjá HEKLU. Komdu og skoðaðu úrvalið, prófaðu þann rétta og gerðu kjarakaup ársins.

HEKLA bíður nú úrval nýrra bíla á sérstökum kjaraupum og blæs að því tilefni til sýningar milli klukkan 12:00 og 16:00 laugardaginn 5. janúar 2019 í húsakynnum sínum að Laugavegi 170 - 174. Líttu við, skoðaðu úrvalið og hver veit nema þú byrjir árið á nýjum bíl frá HEKLU.

Hægt er að skoða úrval kjarakaupabíla á sýningasal okkar á netinu: www.hekla.is/kjarakaup

Varahlutaverslun HEKLU

Varahlutaverslun HEKLU hefur flutt sig um stað og nú er gengið inn í verslunina Laugavegsmegin inn um aðalinngang HEKLU.

Sjáumst hress og kát á nýjum stað á nýju ári.

Rótarskot björgunarsveitanna

HEKLA styður Rótarskot björgunarsveitanna.

Rótarskot er ný leið til að styrkja öflugt og mikilvægt sjálfboðastarf björgunarsveitanna.

Hvert Rótarskot gefur af sér tré sem gróðursett er með stuðningi Skógræktarfélags Íslands í nýjan Áramótaskóg Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Allur ágóði af sölu Rótarskotanna rennur til björgunarsveitanna. Sölustaðir eru hjá björgunarsveitum um allt land.

Tökum höndum saman og skjótum rótum.

Gleðilegt nýtt ár!

Hekla á toppi sendibílamarkaðarins!

Hekla trónir á toppi sendibílamarkaðsins með Volkswagen atvinnubíla í nóvember með 20,13% markaðshlutdeild. Volkswagen Caddy er þar fremstur í flokki en hann hefur verið einn vinsælasti atvinnubíllinn síðan hann kom á markað árið 1980. Caddy fæst með stuttu eða löngu hjólhafi, beinskiptan eða sjálfskiptan, framhjóladrifinn eða fjórhjóladrifinn. Hann er þægilegur í allri borgarumferð og hægt er að fá hann með hagkvæmum dísil-, bensín- og metanvélum. Það er einnig gaman að segja frá því að í vor er von á rafdrifnum Caddy en það er einmitt í takt við vistvænar áherslur Heklu sem er leiðandi í sölu á vistvænum bílum. Í nóvember var Hekla með 54,51% af heildarmarkaði vistvænna bíla, en það umboð sem kemur næst á eftir er með 21,19%. Þegar rætt er um vistvæna bíla er átt við hreina rafbíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni, tengiltvinnbíla sem ganga fyrir raforku og bensíni eða dísil og tvinnbíla sem ganga fyrir bæði metani og bensíni.

Merki Heklu eiga 61,98% markaðshlutdeildar af nýskráðum tengiltvinnbílum. Mest seldi tengiltvinnbíllinn á Íslandi er Mitsubishi Outlander PHEV með tæp 40% allra seldra bíla sem ganga fyrir bæði rafmagni og bensíni. Vert er að nefna að Outlander PHEV er ennþá langmest seldi bíllinn á Íslandi með 761 nýskráningar það sem af er ári. Næsta bílgerð þar á eftir er með 573 nýskráningar svo forskotið er töluvert. Volkswagen er einnig sterkt merki þegar kemur að tengiltvinnbílum með rúmlega 12% markaðshlutdeild og einn af hverjum fjórum nýskráðum 100% rafbílum er Volkswagen.

Þessar tölur sýna glögglega að Hekla heldur tryggri stöðu sinni sem leiðandi í sölu vistvænna bíla og undirstrika einstaklega breitt úrval fyrirtækisins á grænum farkostum.  

Hreinræktaður Audi jeppi forsýndur!

Á dögunum forsýndi Hekla hinn alrafmagna jeppa Audi e-tron 55 quattro við mikinn fögnuð viðstaddra. Von er á fyrstu bílunum til landsins í mars eða apríl á næsta ári en nú þegar hafa hátt í hundrað bílar verið pantaðir í forsölu samkvæmt sölustjóra Audi sem gefur glögga mynd af eftirvæntingunni sem ríkir eftir þessum fyrsta 100% rafdrifna jeppa.
 
„Forsala hefur gengið framar vonum og spennan er mikil. Við erum loksins komin með alvöru jeppa sem gengur að fullu fyrir endurnýtanlegu íslensku rafmagni. Að þessu sinni fengum við Audi e-tron 55 quattro til okkar einungis í nokkra daga og er hann nú þegar á leiðinni til Bretlands þar sem hann verður sýndur næst. Hönnun Audi er auðvitað mögnuð sem endranær og skemmtilegar nýjungar í þessum jeppa á borð við sýndarhliðarspegla njóta sín vel,“ segir Árni Þorsteinsson sölustjóri Audi.

Audi e-tron 55 quattro er með ríflega 400 km. drægni samkvæmt WLTP og er 5,7 sekúndur í hundraðið. Hann er með tvo rafmótora og stuðlar rafrænt aldrifið að frábærum aksturseiginleikum. Fjöldi hleðslumöguleika er fyrir hendi og jeppinn nýtir alla nýjustu tækni þannig að hægt sé að njóta aksturs á rafmagnsjeppa án málamiðlana.

Audi e-tron endurspeglar grunnatriðin í hönnun Audi á öld rafbílsins; bæði að innan sem að utan. Sérstakur dagljósabúnaður, rafhleðslulok, engin útblástursrör, saumar í sætum sem minna á rafmagnstöflu, allt eru þetta einkennandi smáatriði í hönnuninni sem gefa bílnum sinn einstæða svip.

Þegar ekið er af stað eru afköstin sambærilega við sportbíl og veitir nýja rafdrifna aldrifið besta mögulega veggripið og framúrskarandi aksturseiginleika við öll skilyrði sem gerir aksturinn skemmtilegan, á hvað undirlagi sem er.

Audi e-tron 55 quattro er ekki bara kjörinn fyrir daglegan akstur heldur líka afar meðfærilegur og sveigjanlegur í ferðalagið. Forsala stendur yfir á audi.is.

Nýr Octavia G-Tec með enn meiri metandrægni!

Skoda G-Tec hefur átt miklum vinsældum að fagna frá því að hann var kynntur til leiks á Íslandi snemma árs 2015. G-Tec gengur fyrir bæði bensíni og metan og frábær fyrir þá sem sækjast eftir umhverfisvænum og sparneytnum fararkosti. Í apríl 2019 eigum við von á nýjum Skoda Octavia G-Tec með enn meiri metandrægni. Skráðu þig á póstlistann hér að neðan og við sendum þér nýjustu fréttir um leið og þær berast.

Póstlisti

 

Audi e-tron quattro

Laugardaginn 8. desember milli 12 og 16 forsýnum við nýjan Audi e-tron quattro. Kaffitár býður ljúffengt kaffi og kakó á meðan Möndlubásinn býður ilmandi ristaðar jólamöndlur.

Audi e-tron quattro er fyrsti 100% rafdrifni jeppinn frá Audi og tekur rafbílinn upp á næsta stig.

Sýniseintak Audi e-tron quattro ferðast nú um heiminn þar sem eingöngu er stoppað á hverjum stað í nokkra daga. Eftirvæntingin og eftirspurnin er afar mikil en lukkulega náði Audi á Íslandi að tryggja sér nokkra daga til að sýna áhugasömum gripinn sem er þó ekki ætlaður til reynsluaksturs.

Forsala er hafin á Audi.is og má lesa allt um bílinn með því að smella hér.

Viðburður á Facebook